Milljón bleikir fílar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 30. október 2018 07:00 Tölum aðeins um fíla. Og höfum þá bleika. Og setjum þá í postulínsbúð. Til að vera skýr þá er bleiki fíllinn krónan. Og postulínsbúðin er Ísland. Enn á ný er bleiki fíllinn að gera allt vitlaust í búðinni okkar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. „Að búa í harmonikku á sveitaballi“, svona lýstu Samtök iðnaðarins því hvernig það væri að vera í atvinnurekstri á Íslandi og búa við krónuna. Ekkert OECD-ríki hefur upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðilsins síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Það er flestum ljóst að krónan er orsakavaldur óstöðugleika. Krónan rýrnar stöðugt í verði og krefst bæði beltis (háir vextir) og axlabanda (verðtrygging). Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu. Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað. En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. Nú blasir við gengisfelling krónunnar og þær gerast alltaf á kostnað almennings. Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu. Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um fíla. Og höfum þá bleika. Og setjum þá í postulínsbúð. Til að vera skýr þá er bleiki fíllinn krónan. Og postulínsbúðin er Ísland. Enn á ný er bleiki fíllinn að gera allt vitlaust í búðinni okkar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. „Að búa í harmonikku á sveitaballi“, svona lýstu Samtök iðnaðarins því hvernig það væri að vera í atvinnurekstri á Íslandi og búa við krónuna. Ekkert OECD-ríki hefur upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðilsins síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Það er flestum ljóst að krónan er orsakavaldur óstöðugleika. Krónan rýrnar stöðugt í verði og krefst bæði beltis (háir vextir) og axlabanda (verðtrygging). Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu. Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað. En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. Nú blasir við gengisfelling krónunnar og þær gerast alltaf á kostnað almennings. Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu. Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar