Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2018 10:00 Óljóst er hvort að Knut Arild Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn. EPA/Lisa Aserud Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu. Norðurlönd Noregur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu.
Norðurlönd Noregur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira