„Reykkafarar hafa ekki getað kannað efri hæðina þar sem við teljum að fólkið sé“ Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 31. október 2018 20:30 Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að reykkafarar hafi ekki getað kannað efri hæðina í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi sem varð alelda síðdegis í dag. Talið sé að karl og kona séu þar. „En við teljum, án þess að við getum staðfest það, að við vitum hvar þessir einstaklingar eru í húsinu. Við getum hins vegar ekki sagt það með óyggjandi hætti fyrr en við höfum tekið á því,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. Pétur ræddi við Jóhann K. Jóhannsson um klukkan 19:30 í kvöld og var slökkvistarf þá á síðustu metrunum. „Slökkvistarf heldur áfram en er orðið mikið rólegra. Það er nánast allur eldur slökktur. Við erum þó í vandræðum með þakið. Við fáum stöðugt upp elda aftur og við viljum ekki senda menn inn fyrr en við erum búnir að slökkva hann.“Í haldi lögreglu Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglu vegna málsins. Pétur segir að slökkviliðsmenn hafi unnið að því að taka þakplötur af húsinu en að eldur hafi verið að blossa þar upp aftur og aftur. „Það er alveg ljóst að við þurfum að hafa vakt á þessu húsi í nótt til þess að vinna í glæðum og annað slíkt sem kemur upp aftur. Starfi er því ekki lokið og það er alveg víst að við verðum hérna í einhverja klukkutíma með talsvert viðbragð.“Það hefur vakið athygli, þegar maður hefur fylgst með slökkvistarfi, að það er gríðarlegur hiti á efri hæðinni og í þakinu.„Já, þetta er gamalt hús og við vitum ekki alveg með hverju það er einangrað. Það virðist talsvert einangrað með hvítu plasti, sem má nú ekki einangra með í dag. Það er mikið af eldfimum efnum og reykur sem kemur úr því sem er náttúrulega bara gas, sem getur valið þessum gríðarlega hita. Það kom okkur á óvart í upphafi þegar við komum hversu mikill eldur var í húsinu og mikill hiti var í húsinu.“Er eiginlegu slökkvistarfi að ljúka eða eruð þið meira að fara í frágang?„Ég myndi segja að eiginlegt slökkvistarf sé alveg á lokametrunum. Við ætlum að rífa þessar síðustu plötur af þakinu til að komast í síðustu hreiðrin en síðan er þetta að stærstum hluta að ljúka hjá okkur.“Hvað ertu búinn að vera með mikið lið hérna á vettvangi?„Við erum búin að vera með rúmlega þrjátíu slökkviliðsmenn. Síðan hefur verið hérna talsvert af sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum líka. Ég hugsa að það sé ekki óvarlegt að segja að að það hafi verið um fimmtíu manns í það heila hérna,“ segir Pétur.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09