Basti: Erum með Íslandsmet í töpuðum boltum Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 22. október 2018 21:38 Basti fór yfir stöðuna í kvöld. vísir/ernir „Það er ekki nóg að halda í við lið eins og Val,” sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, eftir fimm marka tap gegn Val í Olís-deild kvenna. „Ég er ánægður með varnarleikinn hjá okkur. Að fá á sig aðeins 23 mörk gegn svona gríðalega öflugu liði eins og Val er bara frábært.” „Sóknarleikurinn hefur verið vandamál. Við erum með íslandsmet í töpuðum boltum. Þetta eru held ég að meðaltali 20 tapaðir boltar í leik.” „En ég hef engar áhyggjur af því, ég er með fullt af leikmönnum sem eru bara ryðgaðir og langt síðan þær hafa verið að spila. Við höfum ekki þann lúxus að vera með fullt af leikmönnum sem eru í standi og hafa verið að spila reglulega síðustu ár.” „Við erum eins og gott app, við erum komin í version 2.11, við þurfum að finna nokkra service pakka og patch þetta aðeins. Um leið og sóknarleikurinn dettur í gang þá hef ég engar áhyggjur á því að við tökum ekki bestu lið landsins.” „Við æfum ekki einu sinni varnarleik, við þurfum þess ekki því við erum með frábæra varnarmenn. Þetta er bara sókn daginn út og daginn inn.” „Að lokum þá smellur þetta hjá okkur. Það var margt uppá við í dag, meiri agi, meiri þolimæði og bið eftir betri færum. Á móti þessum góðu liðum þá er slakt skot bara eins og að skora sjálfsmark.” „En eins og staðan er núna þá er þetta rosalega erfitt, þetta er langtíma prógram sóknarlega. Því miður er staðan bara þannig að við erum búin að henda frá okkur þremur stigum sem við fáum ekki aftur og þurfum að sækja þau bara seinna í vetur á móti liðum sem eru betri en við.” „Hauka-liðið er eitt af þessum fjórum liðum sem eru klassa betri en við í dag, en það þýðir samt ekki að við séum ekki að fara að mæta í næsta leik til að taka tvö stig, við erum ekki í þessu bara til að vera með.” „Við verðum geðveik ef við ætlum að fara að spá í því hvernig leikurinn hefði farið ef við værum með alla okkar leikmenn, við erum ekki þar. Staðreyndin er sú að við erum fimm mörkum á eftir Val í dag og vonandi verðum við bili minna þegar við mætum þeim næst,” sagði Sebastian hress að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 28-33 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Valur er að saxa á forskot Fram í Olís-deild kvenna en nú munar einungis stigi á liðunum. 22. október 2018 21:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
„Það er ekki nóg að halda í við lið eins og Val,” sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, eftir fimm marka tap gegn Val í Olís-deild kvenna. „Ég er ánægður með varnarleikinn hjá okkur. Að fá á sig aðeins 23 mörk gegn svona gríðalega öflugu liði eins og Val er bara frábært.” „Sóknarleikurinn hefur verið vandamál. Við erum með íslandsmet í töpuðum boltum. Þetta eru held ég að meðaltali 20 tapaðir boltar í leik.” „En ég hef engar áhyggjur af því, ég er með fullt af leikmönnum sem eru bara ryðgaðir og langt síðan þær hafa verið að spila. Við höfum ekki þann lúxus að vera með fullt af leikmönnum sem eru í standi og hafa verið að spila reglulega síðustu ár.” „Við erum eins og gott app, við erum komin í version 2.11, við þurfum að finna nokkra service pakka og patch þetta aðeins. Um leið og sóknarleikurinn dettur í gang þá hef ég engar áhyggjur á því að við tökum ekki bestu lið landsins.” „Við æfum ekki einu sinni varnarleik, við þurfum þess ekki því við erum með frábæra varnarmenn. Þetta er bara sókn daginn út og daginn inn.” „Að lokum þá smellur þetta hjá okkur. Það var margt uppá við í dag, meiri agi, meiri þolimæði og bið eftir betri færum. Á móti þessum góðu liðum þá er slakt skot bara eins og að skora sjálfsmark.” „En eins og staðan er núna þá er þetta rosalega erfitt, þetta er langtíma prógram sóknarlega. Því miður er staðan bara þannig að við erum búin að henda frá okkur þremur stigum sem við fáum ekki aftur og þurfum að sækja þau bara seinna í vetur á móti liðum sem eru betri en við.” „Hauka-liðið er eitt af þessum fjórum liðum sem eru klassa betri en við í dag, en það þýðir samt ekki að við séum ekki að fara að mæta í næsta leik til að taka tvö stig, við erum ekki í þessu bara til að vera með.” „Við verðum geðveik ef við ætlum að fara að spá í því hvernig leikurinn hefði farið ef við værum með alla okkar leikmenn, við erum ekki þar. Staðreyndin er sú að við erum fimm mörkum á eftir Val í dag og vonandi verðum við bili minna þegar við mætum þeim næst,” sagði Sebastian hress að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 28-33 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Valur er að saxa á forskot Fram í Olís-deild kvenna en nú munar einungis stigi á liðunum. 22. október 2018 21:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 28-33 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Valur er að saxa á forskot Fram í Olís-deild kvenna en nú munar einungis stigi á liðunum. 22. október 2018 21:30