Fingraför á sálinni Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. október 2018 15:00 Bubbi yrkir um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og áhrifin sem það hafði á líf hans. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fátt er karlmannlegra í íslenskri þjóðarsál en Bubbi Morthens, þessi vöðvastælti, hranalegi rokkari, sem vann í fiski, slóst og notaði fíkniefni, liggur ekki á skoðunum sínum og hefur hátt grófri röddu um samtímann, ekki síst í tónlist sinni. Þessi staðalmynd af karlmennsku hefur þó ekki komið í veg fyrir að Bubbi sýni einnig á sér viðkvæmari hliðar, fyrst á plötunni Kona sem kom út árið 1986 og oft síðan, við mismiklar undirtektir. Hann var einn af þeim fyrstu til að bæta við karlmennskuhugtakið sýnilegri blíðu og viðkvæmni sem hefur eflaust orðið einhverjum sem voru læstir inni í ímyndinni lykill til að horfast í augu við hið blíða í sjálfum sér. Og nú sendir hann frá sér bók um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og áhrifin sem það hafði á líf hans. Bók þar sem einmitt er fjallað um lása en líka lykla. Hann hleypir sjálfum sér út úr þögninni þar sem eina lausnin var að „grafa dýpra“ eins og segir í ljóðinu Boðflenna á bls. 50. Orðið Rof vísar til þess sem gerðist: daginn eftir var kominn/brestur þvert yfir/spegilmyndina (bls. 7) og mörg ljóðanna fjalla um hvernig ljóðmælandi hefur falið sig síðan, átt erfitt með nánd, borið skugga gerandans og þess sem gerðist með sér hvert sem hann fór, ekki síst inn í sambönd við annað fólk. Rof er einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans.Ljóðin eru meitluð, fá orð en hvert um sig þrungið og valið, og myndirnar skýrar og sterkar. Myndmálið er einfalt, hreint og áhrifamikið enda er Bubbi Morthens auðvitað ekki ókunnugur orðinu, en það verður að segjast að þetta knappa form klæðir hann afskaplega vel. Í sumum ljóðanna er hægt að sjá eða finna bergmál frá Bubba annars tíma, þeim sem söng um fingraförin á sálinni, eins og í ljóðinu Fótspor á bls. 17:á yfirborði tunglsinser fótsporeins er fótsporí kjarna mín sjálfs Það er eins og það að viðurkenna atvikið fyrir sjálfum sér opni augu ljóðmælanda fyrir fleiri atvikum og fleiri þolendum, þannig er ljóðið Framheilaskaði á bls. 34 ekki endilega um ljóðmælanda heldur um sögu annarra og fleiri, og það sama má segja um ljóðin Hófaför við altarið (bls. 44) og Í felulitum (bls. 41). Hann fjallar einnig um að þolandinn getur verið Hver sem er (bls. 24) og í raun er eins og þolendurnir verði skyndilega sýnilegir í kringum hann, ekki ósvipað því sem gerðist þegar #metoo-byltingin fyrir ári gerði heiminum skyndilega ljóst að nánast allar konur og margir karlar áttu sér sárar og stundum mjög bældar minningar um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi sem loksins fengu lit og orð. En bókin er ekki bara myrkar minningar og þrúgandi heimsmynd, þar eru líka lyklar, eins og áður sagði, von um að hægt sé að komast út.KveðjustundBiðstofan er fullRöðin er löngFullorðnir mennað kveðja skemmdadrenginn inni í sér(bls. 47) Í seinni hluta bókarinnar er vonin að glæðast, og tengir í upphafsorð bókarinnar: Það er aldrei of seint/að byrja að elska sjálfan sig.Niðurstaða: Sársaukafull, falleg og mikilvæg ljóðabók, einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Fátt er karlmannlegra í íslenskri þjóðarsál en Bubbi Morthens, þessi vöðvastælti, hranalegi rokkari, sem vann í fiski, slóst og notaði fíkniefni, liggur ekki á skoðunum sínum og hefur hátt grófri röddu um samtímann, ekki síst í tónlist sinni. Þessi staðalmynd af karlmennsku hefur þó ekki komið í veg fyrir að Bubbi sýni einnig á sér viðkvæmari hliðar, fyrst á plötunni Kona sem kom út árið 1986 og oft síðan, við mismiklar undirtektir. Hann var einn af þeim fyrstu til að bæta við karlmennskuhugtakið sýnilegri blíðu og viðkvæmni sem hefur eflaust orðið einhverjum sem voru læstir inni í ímyndinni lykill til að horfast í augu við hið blíða í sjálfum sér. Og nú sendir hann frá sér bók um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og áhrifin sem það hafði á líf hans. Bók þar sem einmitt er fjallað um lása en líka lykla. Hann hleypir sjálfum sér út úr þögninni þar sem eina lausnin var að „grafa dýpra“ eins og segir í ljóðinu Boðflenna á bls. 50. Orðið Rof vísar til þess sem gerðist: daginn eftir var kominn/brestur þvert yfir/spegilmyndina (bls. 7) og mörg ljóðanna fjalla um hvernig ljóðmælandi hefur falið sig síðan, átt erfitt með nánd, borið skugga gerandans og þess sem gerðist með sér hvert sem hann fór, ekki síst inn í sambönd við annað fólk. Rof er einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans.Ljóðin eru meitluð, fá orð en hvert um sig þrungið og valið, og myndirnar skýrar og sterkar. Myndmálið er einfalt, hreint og áhrifamikið enda er Bubbi Morthens auðvitað ekki ókunnugur orðinu, en það verður að segjast að þetta knappa form klæðir hann afskaplega vel. Í sumum ljóðanna er hægt að sjá eða finna bergmál frá Bubba annars tíma, þeim sem söng um fingraförin á sálinni, eins og í ljóðinu Fótspor á bls. 17:á yfirborði tunglsinser fótsporeins er fótsporí kjarna mín sjálfs Það er eins og það að viðurkenna atvikið fyrir sjálfum sér opni augu ljóðmælanda fyrir fleiri atvikum og fleiri þolendum, þannig er ljóðið Framheilaskaði á bls. 34 ekki endilega um ljóðmælanda heldur um sögu annarra og fleiri, og það sama má segja um ljóðin Hófaför við altarið (bls. 44) og Í felulitum (bls. 41). Hann fjallar einnig um að þolandinn getur verið Hver sem er (bls. 24) og í raun er eins og þolendurnir verði skyndilega sýnilegir í kringum hann, ekki ósvipað því sem gerðist þegar #metoo-byltingin fyrir ári gerði heiminum skyndilega ljóst að nánast allar konur og margir karlar áttu sér sárar og stundum mjög bældar minningar um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi sem loksins fengu lit og orð. En bókin er ekki bara myrkar minningar og þrúgandi heimsmynd, þar eru líka lyklar, eins og áður sagði, von um að hægt sé að komast út.KveðjustundBiðstofan er fullRöðin er löngFullorðnir mennað kveðja skemmdadrenginn inni í sér(bls. 47) Í seinni hluta bókarinnar er vonin að glæðast, og tengir í upphafsorð bókarinnar: Það er aldrei of seint/að byrja að elska sjálfan sig.Niðurstaða: Sársaukafull, falleg og mikilvæg ljóðabók, einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira