Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2018 11:15 Drífa Snædal hefur verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins frá árinu 2012. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, er nýr forseti Alþýðusambands Íslands. Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun og hófst kosning klukkan 10:45. Drífa er fyrsta konan sem er kjörin í embætti forseta ASÍ í 102 ára sögu Alþýðusambands Íslands. Ásamt Drífu var Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls, í framboði. Drífa hlaut 192 atkvæði af 293 eða 65,8 prósent. Sverrir Mar hlaut 100 atkvæði eða 34,2 prósent. Einn skilaði auðu. Drífa Snædal er 45 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands auk þess að vera með meistarapróf í vinnumarkaðsfræðum og vinnurétti frá Háskólanum í Lundi. Drífa hefur starfað sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands frá árinu 2012 en áður var hún framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samtaka um Kvennaathvarf. Ljóst er að ærin verkefni bíða Drífu en flestir kjarasamningar losna um áramótin. ASÍ er stærstu hagsmunasamtök íslensks launafólks. Félagsmenn í ASÍ eru um 133 þúsund í fimm landssamböndum og 49 aðildarfélögum um land allt. Deilur innan verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi hafa harðnað síðustu mánuði og hefur mikil endurnýjun verið í forystu verkalýðsfélaga. Gylfi Arnbjörnsson hefur gegnt embættinu síðan í tíu ár, en hann tilkynnti í júní að hann myndi ekki gefa aftur kost á sér sem forseti ASÍ. Þegar Gylfi tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sagðist hann sannfærður um að ákvörðunin væri sú rétta þó hún hafi verið erfið. Við setningu þingsins á miðvikudaginn sagðist Gylfi ganga sáttur frá borði. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Tímamótaþing ASÍ hefst Fimm meginefni verða til umfjöllunar á þinginu. 24. október 2018 07:00 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, er nýr forseti Alþýðusambands Íslands. Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun og hófst kosning klukkan 10:45. Drífa er fyrsta konan sem er kjörin í embætti forseta ASÍ í 102 ára sögu Alþýðusambands Íslands. Ásamt Drífu var Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls, í framboði. Drífa hlaut 192 atkvæði af 293 eða 65,8 prósent. Sverrir Mar hlaut 100 atkvæði eða 34,2 prósent. Einn skilaði auðu. Drífa Snædal er 45 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands auk þess að vera með meistarapróf í vinnumarkaðsfræðum og vinnurétti frá Háskólanum í Lundi. Drífa hefur starfað sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands frá árinu 2012 en áður var hún framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samtaka um Kvennaathvarf. Ljóst er að ærin verkefni bíða Drífu en flestir kjarasamningar losna um áramótin. ASÍ er stærstu hagsmunasamtök íslensks launafólks. Félagsmenn í ASÍ eru um 133 þúsund í fimm landssamböndum og 49 aðildarfélögum um land allt. Deilur innan verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi hafa harðnað síðustu mánuði og hefur mikil endurnýjun verið í forystu verkalýðsfélaga. Gylfi Arnbjörnsson hefur gegnt embættinu síðan í tíu ár, en hann tilkynnti í júní að hann myndi ekki gefa aftur kost á sér sem forseti ASÍ. Þegar Gylfi tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sagðist hann sannfærður um að ákvörðunin væri sú rétta þó hún hafi verið erfið. Við setningu þingsins á miðvikudaginn sagðist Gylfi ganga sáttur frá borði.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Tímamótaþing ASÍ hefst Fimm meginefni verða til umfjöllunar á þinginu. 24. október 2018 07:00 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58
Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28