Drífa segir gríðarleg verkefni framundan hjá ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 12:05 Drífa segir að það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15