Lýsa furðu sinni á aðdróttunum Símans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 10:59 Alma Ómarsdóttir er formaður Félags fréttamanna. Fréttablaðið/Pjetur Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Aðalfundur Félags fréttamanna lýsir furðu sinni á ómaklegum aðdróttunum Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, í garð fréttastofu RÚV. Ásakanir hans í bréfi til fjölmiðlanefndar eiga ekki við nein rök að styðjast heldur lýsa þær aðeins fjörugu ímyndunarafli framkvæmdastjórans. Svo segir í ályktun félagsins sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. „Það er ekki að ástæðulausu að fréttastofa RÚV nýtur langmests trausts íslenskra fjölmiðla í öllum könnunum. Fréttastofa og starfsmenn hennar starfa af heilindum. Það ætti vart að þurfa að taka fram að fréttir eru aldrei unnar með hliðsjón af auglýsingahagsmunum og að engar kostaðar umfjallanir eru í fréttum RÚV.“ Ríkisúvarpið greindi frá því í fyrrakvöld að Síminn krefðist þess að Fjölmiðlanefnd rannsakaði hvort óeðlileg tengsl væru á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans, sagði í bréfi til Fjölmiðlanefndar að húsleit hjá RÚV væri eina leiðin sem gæti skilað „óyggjandi niðurstöðu“ yrði málið rannsakað að mati Símans. Í Fréttablaðinu í dag segir Magnús að hafi einhvern tímann verið rannsóknarhagsmunir í málinu séu þeir nú spilltir eftir að Fjölmiðlanefnd sendi kæruna til RÚV. „Með því að taka málið ekki fyrir sérstaklega eða leiðbeina um aðra málsmeðferð heldur senda kæruna bara beint til Ríkisútvarpsins er Fjölmiðlanefnd búin að tryggja að það verður aldrei fengin nein óyggjandi niðurstaða í þessu máli,“ segir Magnús í Fréttablaðinu. Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóri RÚV, sagði á vef miðilsins í fyrrakvöld að ásakanir Magnúsar væru grafalvalegar og atvinnurógur. Í kvörtun hans væri aðeins að finna „rakalausar dylgjur og hugarburð“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45
Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni. 12. október 2018 07:15