Föstudagsplaylisti Curvers Thoroddsen Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. október 2018 12:45 Curver er þekktur fyrir uppátækjasemi sína. Vísir/Vilhelm Curver Thoroddsen tónlistar- og myndlistarmaður hefur komið víða við á löngum ferli en er hvað þekktastur fyrir raftónlistarverkefni sitt og Einars Arnar Bendiktssonar, Ghostigital. Auk þess að vera meðlimur í Ghostigital sér hann um upptökustjórn hjá verkefninu en hann er afkastamikill upptökustjóri. Sem dæmi má nefna að hann vann náið með Mammút að síðustu plötu sveitarinnar, Kinder Versions, sem fékk frábærar viðtökur eftir að hún kom út í fyrra. 1. febrúar 2006 tók hann upp á því að breyta nafni sínu, sem þá var Birgir Örn Thoroddsen, í Curver Thoroddsen. Þetta undirstrikaði hann með heilsíðuauglýsingu í DV þess efnis. Hann hefur síðan þá staðið í stappi við mannanafnanefnd um að breyta nafninu lagalega og kom nýlega af stað myllumerkinu #FuckTheHumanNameCommittee vegna þess. Á morgun frumflytur hann verk til heiðurs tónskáldinu Atla Heimi Sveinssyni á hátíðinni ErkiTíð. Verkið er unnið upp úr heilum helling tónverka og laga eftir Atla Heimi. Atli er talinn eitt virtasta tónskáld okkar Íslendinga. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var hann eina íslenska tónskáldið sem bæði „hneykslaði íslenska smáborgara með brjáluðum tilraunaverkum“ og „yljaði þeim um hjartarætur með yndisfögrum laglínum sem enginn vildi vera án,“ samkvæmt tónfræðingnum Árna Heimi Ingólfssyni. Það má segja að lagavalið hjá Curver sé undir einhverjum áhrifum frá Atla og verkinu sem hann sjálfur frumflytur á morgun, en listinn ætti þó að koma flestum í föstudagsgírinn. Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Curver Thoroddsen tónlistar- og myndlistarmaður hefur komið víða við á löngum ferli en er hvað þekktastur fyrir raftónlistarverkefni sitt og Einars Arnar Bendiktssonar, Ghostigital. Auk þess að vera meðlimur í Ghostigital sér hann um upptökustjórn hjá verkefninu en hann er afkastamikill upptökustjóri. Sem dæmi má nefna að hann vann náið með Mammút að síðustu plötu sveitarinnar, Kinder Versions, sem fékk frábærar viðtökur eftir að hún kom út í fyrra. 1. febrúar 2006 tók hann upp á því að breyta nafni sínu, sem þá var Birgir Örn Thoroddsen, í Curver Thoroddsen. Þetta undirstrikaði hann með heilsíðuauglýsingu í DV þess efnis. Hann hefur síðan þá staðið í stappi við mannanafnanefnd um að breyta nafninu lagalega og kom nýlega af stað myllumerkinu #FuckTheHumanNameCommittee vegna þess. Á morgun frumflytur hann verk til heiðurs tónskáldinu Atla Heimi Sveinssyni á hátíðinni ErkiTíð. Verkið er unnið upp úr heilum helling tónverka og laga eftir Atla Heimi. Atli er talinn eitt virtasta tónskáld okkar Íslendinga. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var hann eina íslenska tónskáldið sem bæði „hneykslaði íslenska smáborgara með brjáluðum tilraunaverkum“ og „yljaði þeim um hjartarætur með yndisfögrum laglínum sem enginn vildi vera án,“ samkvæmt tónfræðingnum Árna Heimi Ingólfssyni. Það má segja að lagavalið hjá Curver sé undir einhverjum áhrifum frá Atla og verkinu sem hann sjálfur frumflytur á morgun, en listinn ætti þó að koma flestum í föstudagsgírinn.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira