Alfreð: Sendum yfirlýsingu með frammistöðunni í Frakklandi Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2018 19:36 Alfreð Finnbogason fagnar marki. Vísir/Getty „Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
„Við þurfum að hefna fyrir ófarirnar gegn Svisslendingum og vinna þá á Laugardalsvelli," segir Alfreð Finnabogason í viðtali við Arnar Björnsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Það er hugur í okkar mönnum fyrir leikinn á mánudaginn. Hvernig er hugarfarið að fara inn í þennan leik eftir flott jafntefli við Frakka? „Ég held að það sé mjög gott og hefndarhugur í okkur eftir útreiðina í Sviss að koma til baka. Við sendum yfirlýsingu með frammistöðunni og úrslitunum í Frakklandi. Auðvitað hefðum við viljað vinna þann leik en það fór sem fór og það er virkilega spennandi að það er keppnisleikur á mánudag en ekki æfingaleikur. Við þurfum að mæta með sama hugarfar og sömu frammistöðu og í Frakklandi, þá hef ég ekki áhyggjur. Alfreð er ánægður með Erik Hamrén. „Við höfum haft lítinn tíma, þetta hefur verið mikið af upplýsingum að taka inn á skömmum tíma. Hann var ekki í sérstakri stöðu að taka við og hafa svona lítinn tíma fyrir fyrsta leik og svo núna. Við höfum haft 2-3 æfingar á vellinum og svo fundi á milli og höfum reynt að nýta það sem best." "Fyrir Frakkaleikinn þá fórum við aðallega í varnarleikinn en minna í sóknarleik. Ég held að þetta verði betra þegar hans hugmyndir fara að sjást betur á okkar leik.“ Af hverju er svona rosalegur munur á liðinu á milli þessara leikja „Það eru margar skýringar á því. Hann er að kynnast leikmönnum og þjálfarateymið líka, hvaða týpur virka saman. Það var verið að prófa nýja hluti og nýja leikmann, þó að við tölum allir íslensku þá tekur það tíma.“ „Því miður hittum við á slæman leik í Sviss en það er engin skömm að tapa fyrir Belgíu hvort sem það er á heima- eða útivelli. Nú erum við komnir með kjarnann til baka og það þarf ekkert mikið að stilla saman strengi þegar við spilum saman.“ Verður það höfuðverkur fyrir þjálfarann að velja þá ellefu sem byrja gegn Sviss? „Það eru margir sem gera sterkt tilkall í liðið eftir síðasta leik. Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa kannski beðið lengi eftir að spila koma og nýta sín tækifæri á móti bestu leikmönnum heims. Það er fullt af leikmönnum sem gera tilkall í fyrstu ellefu,“ sagði Alfreð að lokum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira