Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. október 2018 20:00 Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins, segir nauðgunum enn beitt í miklu mæli í stríðsrekstri. Mynd/Egill 10 ár eru í ár frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Í tilefni af tímamótunum hélt Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins erindi í Háskóla Íslands. Hann fjallaði um baráttu mannúðarsamtaka gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Yves segir að nauðganir og kynferðisofbeldi hafi alltaf verið hluti af hernaði. Til að mynda hafi allar hliðar í heimsstyrjöldunum tveimur beitt nauðgunum án þess að tekið hafi verið á þeim sem stríðsglæp. Á seinni árum sé alþjóðasamfélagið byrjað að opna augun fyrir því hve djúpstætt vandamál kynferðisofbeldi í hernaði sé en vandamálið er enn til staðar. „Við þurfum að opna augun fyrir því að nauðganir og kynferðisofbeldi er hluti af hernaði og er til staðar í öllum vopnuðum átökum,“ segir Yves. „Það er ekki búið að uppræta þennan hrylling sem er enn hluti af vopnabúri í stríði með tilheyrandi þjáningum fyrir konur og stúlkur en einnig drengi.“ Góðu fréttirnar séu þó þær að með ályktun á borð við þá sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir tíu árum geta alþjóðastofnanir og ríki tekið í sameiningu á vandanum og hægt er að draga einstaklinga, stofnanir eða ríki til ábyrgðar.Hrikalegt stríð á sér stað í Yemen en þar hefur nauðgunum verið beitt í hernaði.Vísir/AFP„Það sem ég hef þó áhyggjur af er að Öryggisráðið virðist ekki geta komist að sameiginlegri niðurstöðu lengur. Ekki bara varðandi kynferðisofbeldi heldur einnig varðandi Sýrland, samfélagsmál eða annað sem varðar heiminn allan. Þetta þýðir að þeir sem telja sig ekki þurfa að fylgja reglunum hafa svigrúm til að brjóta þær.“ Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. „Þegar þú ert að fjalla um kynferðisofbeldi er ekki um að ræða hefðbundið mannúðarmál,“ segir hann. „Þetta er mun dramatískara, það snertir fólk dýpra, það þorir ekki að tala um það og það skammast sín. Við verðum að viðurkenna það að ef að stríð á sér stað má þar finna kynferðisofbeldi. Við þurfum ekki að leita sönnunargagna, við vitum að það er þarna.“ Áskorun hjálparsamtaka er að greina hverslags ofbeldi á sér stað, hverjir eru gerendurnir og hvernig má skapa öruggt umhverfi fyrir þolendur. Yves telur að stór hluti vandans sé að of fá ríki honum alvarlega en mörg lönd líti á baráttunna gegn kynferðisofbeldi sem einkaáhugamál nokkurra vestrænna ríkja. Flóttamenn þykja einstaklega berskjaldaðir gagnvart kynferðisofbeldi.EPA/WAEL HAMZEH„Allir vilja takast á við kynferðisofbeldi en áhyggjur mínar snúa að því að þegar tillögur eru komnar inn á borð alþjóðastofnanna eru einu ríkin sem hafa áhuga á viðfangsefninu vestræn ríki eða í raun norræn ríki á borð við Ísland, Noreg og Svíþjóð.“ Yves skorar á íslensk stjórnvöld til að reyna að draga Asíuríki, Afríkuríki og múslimaríki í meira mæli að borðinu, þannig vinnist sigrar. Þá er hann viss um að í þessum efnum muni Ísland og önnur smáríki spila stórt hlutverk á næstu árum. Smáríkjum sé gjarnan betur treystandi fyrir mannúðarmálum enda stafi ekki mikil ógn af þeim. Yves bendir til dæmis á þá staðreynd að fjórir af fimm fastafulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eiga í stríðsátökum í augnablikinu. „Sjáið bara það sem þið hafið þegar afrekað og skoðið hvaða nýjungar þið getið lagt til í framtíðinni. Staða ykkar er góð, þið eruð í Atlantshafsbandalaginu og Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna. Þannig að ég held að það sé nóg að gera fyrir Ísland í þessum efnum og ég fagna því.“ Norðurlönd Noregur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
10 ár eru í ár frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Í tilefni af tímamótunum hélt Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins erindi í Háskóla Íslands. Hann fjallaði um baráttu mannúðarsamtaka gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. Yves segir að nauðganir og kynferðisofbeldi hafi alltaf verið hluti af hernaði. Til að mynda hafi allar hliðar í heimsstyrjöldunum tveimur beitt nauðgunum án þess að tekið hafi verið á þeim sem stríðsglæp. Á seinni árum sé alþjóðasamfélagið byrjað að opna augun fyrir því hve djúpstætt vandamál kynferðisofbeldi í hernaði sé en vandamálið er enn til staðar. „Við þurfum að opna augun fyrir því að nauðganir og kynferðisofbeldi er hluti af hernaði og er til staðar í öllum vopnuðum átökum,“ segir Yves. „Það er ekki búið að uppræta þennan hrylling sem er enn hluti af vopnabúri í stríði með tilheyrandi þjáningum fyrir konur og stúlkur en einnig drengi.“ Góðu fréttirnar séu þó þær að með ályktun á borð við þá sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrir tíu árum geta alþjóðastofnanir og ríki tekið í sameiningu á vandanum og hægt er að draga einstaklinga, stofnanir eða ríki til ábyrgðar.Hrikalegt stríð á sér stað í Yemen en þar hefur nauðgunum verið beitt í hernaði.Vísir/AFP„Það sem ég hef þó áhyggjur af er að Öryggisráðið virðist ekki geta komist að sameiginlegri niðurstöðu lengur. Ekki bara varðandi kynferðisofbeldi heldur einnig varðandi Sýrland, samfélagsmál eða annað sem varðar heiminn allan. Þetta þýðir að þeir sem telja sig ekki þurfa að fylgja reglunum hafa svigrúm til að brjóta þær.“ Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. „Þegar þú ert að fjalla um kynferðisofbeldi er ekki um að ræða hefðbundið mannúðarmál,“ segir hann. „Þetta er mun dramatískara, það snertir fólk dýpra, það þorir ekki að tala um það og það skammast sín. Við verðum að viðurkenna það að ef að stríð á sér stað má þar finna kynferðisofbeldi. Við þurfum ekki að leita sönnunargagna, við vitum að það er þarna.“ Áskorun hjálparsamtaka er að greina hverslags ofbeldi á sér stað, hverjir eru gerendurnir og hvernig má skapa öruggt umhverfi fyrir þolendur. Yves telur að stór hluti vandans sé að of fá ríki honum alvarlega en mörg lönd líti á baráttunna gegn kynferðisofbeldi sem einkaáhugamál nokkurra vestrænna ríkja. Flóttamenn þykja einstaklega berskjaldaðir gagnvart kynferðisofbeldi.EPA/WAEL HAMZEH„Allir vilja takast á við kynferðisofbeldi en áhyggjur mínar snúa að því að þegar tillögur eru komnar inn á borð alþjóðastofnanna eru einu ríkin sem hafa áhuga á viðfangsefninu vestræn ríki eða í raun norræn ríki á borð við Ísland, Noreg og Svíþjóð.“ Yves skorar á íslensk stjórnvöld til að reyna að draga Asíuríki, Afríkuríki og múslimaríki í meira mæli að borðinu, þannig vinnist sigrar. Þá er hann viss um að í þessum efnum muni Ísland og önnur smáríki spila stórt hlutverk á næstu árum. Smáríkjum sé gjarnan betur treystandi fyrir mannúðarmálum enda stafi ekki mikil ógn af þeim. Yves bendir til dæmis á þá staðreynd að fjórir af fimm fastafulltrúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eiga í stríðsátökum í augnablikinu. „Sjáið bara það sem þið hafið þegar afrekað og skoðið hvaða nýjungar þið getið lagt til í framtíðinni. Staða ykkar er góð, þið eruð í Atlantshafsbandalaginu og Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna. Þannig að ég held að það sé nóg að gera fyrir Ísland í þessum efnum og ég fagna því.“
Norðurlönd Noregur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira