Ed Sheeran með aukatónleika í Laugardalnum Atli Ísleifsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 1. október 2018 09:02 Ed Sheeran á tónleikum í íslenskum landsliðsbúningi. Getty/Dave Benett Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran verður með aukatónleika á Laugardalsvelli þann 11. ágúst næstkomandi. Þetta staðfestir Sena í tilkynningu. Aukatónleikarnir verða því daginn eftir fyrri tónleikana sem seldist upp á á einungis um tveimur og hálfum tímum. Á þeim tíma seldust tæplega þrjátíu þúsund miðar á tónleika Bretans sem fara fram 10. ágúst. Þegar uppselt var á þá tónleika þurfti Sena Live að vísa frá um 18 þúsund manns úr stafrænni röð og því var sterkur grundvöllur fyrir aukatónleikum. Miðasalan á aukatónleikana hefst klukkan níu á föstudagsmorgun og fer hún aftur fram inni á vefsíðunni Tix.is/ED. Í boði eru fjögur verðsvæði: - Standandi: 15.990 kr. (stæði) - Sitjandi C: 19.990 kr. (græn hólf á mynd) - Sitjandi B: 24.990 kr. (blá hólf á mynd) - Sitjandi A: 29.990 kr. (rauð hólf á mynd) Sjá mynd af svæðinu hér að neðan:Sheeran er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims og þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann kom fram á tónleikaferðalagi í Evrópu fyrr á þessu ári og ferðast hann nú um Bandaríkin. Ed Sheeran er fæddur árið 1991 í Halifax í Bretlandi. Hann vakti fyrst athygli árið 2011 þegar hann gaf út plötuna No. 5 og eftir það þá fór ferillinn hans á flug. Sheeran hefur selt yfir 26 milljónir platna en tónleikar hans eru í raun það sem hann er hvað þekktastur fyrir. Fyrr í sumar gaf hann út myndband af tónleikum sínum á Wembley í London þar sem myndaðist mögnuð stemning. Hér að neðan má sjá myndbandið en í því stígur hann á stokk með Ítalanum Andrea Bocelli. Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran verður með aukatónleika á Laugardalsvelli þann 11. ágúst næstkomandi. Þetta staðfestir Sena í tilkynningu. Aukatónleikarnir verða því daginn eftir fyrri tónleikana sem seldist upp á á einungis um tveimur og hálfum tímum. Á þeim tíma seldust tæplega þrjátíu þúsund miðar á tónleika Bretans sem fara fram 10. ágúst. Þegar uppselt var á þá tónleika þurfti Sena Live að vísa frá um 18 þúsund manns úr stafrænni röð og því var sterkur grundvöllur fyrir aukatónleikum. Miðasalan á aukatónleikana hefst klukkan níu á föstudagsmorgun og fer hún aftur fram inni á vefsíðunni Tix.is/ED. Í boði eru fjögur verðsvæði: - Standandi: 15.990 kr. (stæði) - Sitjandi C: 19.990 kr. (græn hólf á mynd) - Sitjandi B: 24.990 kr. (blá hólf á mynd) - Sitjandi A: 29.990 kr. (rauð hólf á mynd) Sjá mynd af svæðinu hér að neðan:Sheeran er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims og þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann kom fram á tónleikaferðalagi í Evrópu fyrr á þessu ári og ferðast hann nú um Bandaríkin. Ed Sheeran er fæddur árið 1991 í Halifax í Bretlandi. Hann vakti fyrst athygli árið 2011 þegar hann gaf út plötuna No. 5 og eftir það þá fór ferillinn hans á flug. Sheeran hefur selt yfir 26 milljónir platna en tónleikar hans eru í raun það sem hann er hvað þekktastur fyrir. Fyrr í sumar gaf hann út myndband af tónleikum sínum á Wembley í London þar sem myndaðist mögnuð stemning. Hér að neðan má sjá myndbandið en í því stígur hann á stokk með Ítalanum Andrea Bocelli.
Ed Sheeran á Íslandi Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira