Eyþór segir Viðreisnarfólk og Pírata þjakaða af ákvarðanafælni Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2018 14:24 Eyþór skilur ekkert í þeim í Viðreisn né Pírötum, segir þeim fyrirmunað að taka afstöðu. frettablaðið/ernir Á fundi borgarráðs í morgun var tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um skipulagningu lóða í Örfirisey, BSÍ-reitnum, Keldum og Úlfarsársdal fyrir að minnsta kosti 6000 íbúðir, vísað frá. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, er afar ósáttur við afgreiðslu málsins. Hann segir meirihlutaflokkana vera ákvarðanafælna með afbrigðum, einkum Pírata og Viðreisn sem þori ekki að taka afstöðu.Furðar sig á vinnubrögðunum „Samþykkt var á fyrsta borgarstjórnarfundi að vísa tillögunni til borgarráðs til umfjöllunar og þar var tillögunni vísað frá. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Af hverju var þessu ekki vísað frá á borgarstjórnarfundinum? Það er eins og þau í Viðreisn og Pírötum þori ekki að segja já eða nei,“ segir Eyþór og furðar sig mjög á því hvernig staðið er að málum í borgarstjórninni. „Engin rök eru að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Það lýsir kjarkleysi að vilja ekki taka afstöðu til hennar. Andvaraleysi í skipulagsmálum hefur valdið skorti á hagkvæmu húsnæði í borginni og er enn byggt mest á dýrum þéttingarreitum.“Lítið samráð Eyþór segir þetta síður en svo eina dæmið um afstöðu- og ráðaleysi í borgarstjórninni og nefnir tillögu um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskóla og á frístundaheimilum óháð rekstrarformi hafi verið vísað inn í borgarráð á síðasta fundi borgarstjórnar til frekari skoðunar. „Vegna þess að Viðreisn og Píratar áttu erfitt með að taka afstöðu til tillögunnar enda eitt af kosningaloforðum þessara tveggja flokka,“ segir Eyþór sem kvartar undan litlu samráði, líkt og meirihlutaflokkum var tíðrætt um í aðdraganda kosninga. „Það var engin ástæða til að vísa þessari mikilvægu tillögum frá og engin rök fyrir því. Skipulagsmál taka tíma og einmitt þess vegna er rétti tíminn að undirbúa ný svæði í upphafi kjörtímabils og lenda ekki í tímahraki,“ segir Eyþór. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Á fundi borgarráðs í morgun var tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um skipulagningu lóða í Örfirisey, BSÍ-reitnum, Keldum og Úlfarsársdal fyrir að minnsta kosti 6000 íbúðir, vísað frá. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, er afar ósáttur við afgreiðslu málsins. Hann segir meirihlutaflokkana vera ákvarðanafælna með afbrigðum, einkum Pírata og Viðreisn sem þori ekki að taka afstöðu.Furðar sig á vinnubrögðunum „Samþykkt var á fyrsta borgarstjórnarfundi að vísa tillögunni til borgarráðs til umfjöllunar og þar var tillögunni vísað frá. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Af hverju var þessu ekki vísað frá á borgarstjórnarfundinum? Það er eins og þau í Viðreisn og Pírötum þori ekki að segja já eða nei,“ segir Eyþór og furðar sig mjög á því hvernig staðið er að málum í borgarstjórninni. „Engin rök eru að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Það lýsir kjarkleysi að vilja ekki taka afstöðu til hennar. Andvaraleysi í skipulagsmálum hefur valdið skorti á hagkvæmu húsnæði í borginni og er enn byggt mest á dýrum þéttingarreitum.“Lítið samráð Eyþór segir þetta síður en svo eina dæmið um afstöðu- og ráðaleysi í borgarstjórninni og nefnir tillögu um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskóla og á frístundaheimilum óháð rekstrarformi hafi verið vísað inn í borgarráð á síðasta fundi borgarstjórnar til frekari skoðunar. „Vegna þess að Viðreisn og Píratar áttu erfitt með að taka afstöðu til tillögunnar enda eitt af kosningaloforðum þessara tveggja flokka,“ segir Eyþór sem kvartar undan litlu samráði, líkt og meirihlutaflokkum var tíðrætt um í aðdraganda kosninga. „Það var engin ástæða til að vísa þessari mikilvægu tillögum frá og engin rök fyrir því. Skipulagsmál taka tíma og einmitt þess vegna er rétti tíminn að undirbúa ný svæði í upphafi kjörtímabils og lenda ekki í tímahraki,“ segir Eyþór.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira