Atli fer með málið til Strassborgar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2018 06:15 Atli Helgason. Atli Helgason hefur vísað máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að Hæstiréttur synjaði beiðni hans um áfrýjunarleyfi. Atla var synjað um endurheimt lögmannsréttinda sinna með úrskurði Landsréttar í vor. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á beiðni Atla um endurheimt réttindanna enda fékk hann uppreist æru fyrir nokkrum árum og uppfyllti að því leyti skilyrði til að öðlast lögmannsréttindi að nýju. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur einnig fram að ekki sé heimilt að byggja niðurstöðu á áliti Lögmannafélagsins, sem lagst hafði gegn því í umsögn að Atli fengi lögmannsréttindi Landsréttur byggði synjun sína hins vegar á nýrri lagasetningu um breytingu á ákvæðum um uppreist æru og mat það svo að með nýjum lögum yrði ekki lengur byggt á þeirri framkvæmd sem var við lýði áður en lögin voru sett og því yrðu dómstólar að leggja sjálfstætt mat á beiðnir um endurheimt réttinda. Þrátt fyrir að forseti Íslands hafi þegar veitt honum uppreist æru, taldi rétturinn varhugavert að slá því föstu að Atli hefði áunnið sér nauðsynlegt traust til að öðlast umrædd réttindi að nýju. Í kæru Atla til Mannréttindadómstóls Evrópu er meðal annars byggt á banni við afturvirkri beitingu nýrra laga en dómurinn hefur áður dæmt manni í vil í máli áþekku máli Atla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Atli Helgason hefur vísað máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að Hæstiréttur synjaði beiðni hans um áfrýjunarleyfi. Atla var synjað um endurheimt lögmannsréttinda sinna með úrskurði Landsréttar í vor. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á beiðni Atla um endurheimt réttindanna enda fékk hann uppreist æru fyrir nokkrum árum og uppfyllti að því leyti skilyrði til að öðlast lögmannsréttindi að nýju. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur einnig fram að ekki sé heimilt að byggja niðurstöðu á áliti Lögmannafélagsins, sem lagst hafði gegn því í umsögn að Atli fengi lögmannsréttindi Landsréttur byggði synjun sína hins vegar á nýrri lagasetningu um breytingu á ákvæðum um uppreist æru og mat það svo að með nýjum lögum yrði ekki lengur byggt á þeirri framkvæmd sem var við lýði áður en lögin voru sett og því yrðu dómstólar að leggja sjálfstætt mat á beiðnir um endurheimt réttinda. Þrátt fyrir að forseti Íslands hafi þegar veitt honum uppreist æru, taldi rétturinn varhugavert að slá því föstu að Atli hefði áunnið sér nauðsynlegt traust til að öðlast umrædd réttindi að nýju. Í kæru Atla til Mannréttindadómstóls Evrópu er meðal annars byggt á banni við afturvirkri beitingu nýrra laga en dómurinn hefur áður dæmt manni í vil í máli áþekku máli Atla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira