Vonast eftir kraftaverki til að geta áfram keyrt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2018 07:00 Ferðaþjónusta fatlaðra verður áfram þjónustuð en gjaldþrot gæti þýtt smávægilegt rask. Mynd úr safni. Fréttablaðið/Anton Brink „Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Þeir eru að keyra áfram og ég held að þetta komi ekki til með að trufla neitt stórkostlega aksturinn hjá okkur. Það er ákveðin varaáætlun sem við erum að skoða ef til kemur,“ segir Erlendur Pálsson, sviðstjóri akstursþjónustu Strætó. Á miðvikudag var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur gjaldþrotabeiðni Tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda akstursfyrirtækisins Prime Tours ehf. Fyrirtækið er einn af undirverktökum Strætó og sinnir meðal annars ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greindi fyrst frá yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins á þriðjudag. Hjörleifur Harðarson, eigandi Prime Tours, segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir en beðið sé eftir að skipaður verði skiptastjóri sem ákveða muni örlög félagsins. Áfram verði þó ekið, þar sem starfsfólk hafi einhent sér í að halda áfram að vinna. „Starfsfólkið ákvað upp á sitt eindæmi að ef ég myndi skaffa olíu og tæki þá myndi það vinna eins lengi og mögulegt er við að þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra. Nú skilst mér að beðið sé eftir að skipa skiptastjóra sem mun ákveða hvort þetta verði rekið áfram eða hann loki þessu.“ Hjörleifur segir reksturinn í dag mjög góðan en glíman við skuldavandann, sem rekja megi til fyrrverandi framkvæmdastjóra, hafi reynst þeim um megn. „Fyrirtækið í dag er rekið með góðum hagnaði, við erum að þjónusta túrista líka samhliða þessu, það hefur verið drifkrafturinn í þessu. Maður vonast bara eftir kraftaverki. Það er skelfilegt að vera í þessari aðstöðu að bregðast starfsfólkinu,“ segir Hjörleifur og bætir við að það sé í raun sorglegt hversu lítið þurfti í stóra samhenginu til að halda rekstrinum áfram. 50 milljónir til að gera upp við kröfuhafa, halda áfram og vinna úr restinni á einu ári. „En það virðist enginn áhugi hjá fjárfestum að fjárfesta í ferðaþjónustu fatlaðra.“ Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, tekur undir með Erlendi að fyrirtækið sé tilbúið fyrir gjaldþrot Prime Tours, og að fylgst verði með þróun mála hjá þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira