Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 22:30 Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson. Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson.
Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00