Bolsonaro kveðst ætla að taka hart á glæpum Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2018 09:08 Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro hefur átt sæti á brasilíska þinginu frá árinu 1991. Vísir/Getty Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju. Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Brasilíu í dag og benda kannanir til að hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fái flesti atkvæði. Bolsonaro hefur oft verið líkt við Donald Trump og hefur heitið því að taka hart á vaxandi glæpatíðni í landinu og að fækka tíðni morða. Bolsonaro sagði í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag, að stjórn hans myndi herða refsingar þannig að glæpamenn fengju þá refsingu sem þeir ættu raunverulega skilið.BBC segir frá því að skoðanakannanir bendi til að Bolsonaro, sem hefur setið á þingi frá árinu 1991, muni fá um 38 prósent atkvæða. Hann hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum. Hann vill ennfremur taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Stunginn með hníf Nærri 150 milljónir Brasilíumanna eru á kjörskrá í kosningunum, en niðurstöðu þeirra er beðið með mikilli eftirvæntingu. Takist engum frambjóðanda að ná hreinum meirihluta í kosningunum í dag, verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni að þremur vikum liðnum. Brasilíumenn munu einnig kjósa um ríkisstjóra, tvo þriðjuhluta öldungadeildarþingmanna, öll sæti í neðri deild þingsins, auk sæta til héraðsþinga. Bolsonaro missti af hluta lokaspretts kosningabaráttunnar eftir að hafa verið stunginn með hníf á kosningafundi í síðasta mánuði.Fernando Haddad.Vísir/GettyHaddad helsti andstæðingur Bolsonaro Búist er við að baráttan og hver verði næsti forseti Brasilíu muni standa á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðenda Verkamannaflokksins. Kannanir benda til að Haddad muni fá um fjórðungs fylgi. Síðari umferð kosninganna fer fram þann 28. október næstkomandi. Haddad er fyrrverandi borgarstjóri Sao Paulo og nýtur stuðnings forsetans fyrrverandi Luiz Inácio Lula da Silva. Lula lét af embætti árið 2011 og naut þá mikilla vinsælda. Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrr á árinu eftir að hafa verið sakfelldur fyrir mútuþægni. Hann neitaði sök og segir málið sprottið undan rifjum pólitískra andstæðinga til að koma í veg fyrir að hann gæti boðið sig fram að nýju.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00 Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55 Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26
Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. 8. september 2018 09:00
Mótmæla á götum Brasilíuborgar Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra. 30. september 2018 21:55
Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. 3. október 2018 08:00