Teiknar það sem hún hefur aldrei séð Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. október 2018 07:30 Sunna útilokar ekki að hún muni henda upp streymi af sér að teikna. „Það væri hægt að gera eitthvað einhvern tímann í viðráðanlegri lengd, ef fólk hefði áhuga á að fylgjast með. Spurning hvort það kæmi illa út fyrir mig ef fólk sæi hversu mikið af teikningunum verður til út frá mistökum og brusseríi.“ Fréttablaðið/EYÞór Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Listakonan Sunna Ben er í átaki sem snýst um að teikna í það minnsta eina mynd á dag í október og hafa nokkrir listamenn bæst í hópinn með henni, meðal annars Þórunn Antonía. Sunna ætlar að taka við pöntunum og sýna afraksturinn á Facebook og Instagram. Ég ákvað að skuldbinda mig til að teikna að minnsta kosti eina mynd á dag á hverjum degi í október. Ég er listmenntuð og teiknaði mikið á árum áður, en ef satt skal segja hefur mér gengið illa að koma mér í teiknigírinn undanfarið og mér datt í hug að það sem mig vantaði helst væri pressa til þess að setjast við teikniborðið. Ég er bara búin með nokkra daga en þetta virðist vera að virka vel! Ég er mjög ánægð með efnið sem hefur komið út úr þessu hingað til og það verður auðveldara að koma sér í teiknistuð með hverjum deginum, það er mjög vel þegið,“ segir listakonan Sunna Ben, sem hefur einsett sér að teikna sig í gegnum allan mánuðinn. Í kjölfarið tóku nokkrir fleiri listamenn sig til og ætla að taka þátt í átakinu, þar á meðal er Þórunn Antonía sem ætlar að semja eitt ljóð eða lag á hverjum degi, Allie Doersch sem ætlar að teikna og listamaðurinn Arnór Kári sem ætlar að semja lög og teikna til skiptis. „Í raun ætla ég að teikna það sem mér finnst sniðugast eða er mér ofarlega í huga hverju sinni. Ég ætla ekki að flækja þetta fyrir mér meira en ég þarf. Þegar ég veit ekki hvað ég á að teikna þá hugsa ég „hvað hef ég aldrei séð?“ og teikna það. Þannig varð til dæmis önnur teikningin í seríunni til, hún er af hlébarða sem er endurskoðandi og fjölskyldufaðir og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Sunna en hún mun líka taka við pöntunum. „Þegar ég teiknaði sem mest var meira um pantanir og það er alltaf gaman að teikna eitthvað sérstaklega handa einhverjum sem langar í mynd. Ég er strax komin með nokkrar pantanir og hlakka til að koma þeim í réttar hendur, ef satt skal segja hef ég fengið fleiri beiðnir um að teikna tattú heldur en myndir til gjafa síðan ég byrjaði á þessu. Aldrei að vita nema maður nái að verða næsta trendið í tattúheiminum, það væri ekki verra!“Teiknar þú hvað sem er fyrir fólk? „Ég teikna ekki hvað sem er, nei. Fólk biður mann oft um að teikna eitthvað sem samræmist ekki stíl eða anda þess sem maður sérhæfir sig í, bara vegna þess að maður kann að teikna á annað borð. Ég tek til dæmis aldrei að mér að teikna raunverulegar myndir af neinu, mér finnst það ekki skemmtilegt og ég er ekkert sérstaklega góð í því, en það er eitthvað sem fólk sækir mikið í einhverra hluta vegna. Hins vegar tek ég því fagnandi þegar fólk vill fá fjölskylduna sína teiknaða sem tígrisdýr eða furðuverur, ég hef gert nokkur þannig verk og þykir þau bráðskemmtileg.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira