Allt að þrettán milljónir í úttekt í Árborg Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. Fréttablaðið Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira