Lögmaður Brimborgar kannar möguleg lögbrot af hálfu Kveiks Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 10:31 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Vísir Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans. Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans.
Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35
Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26