Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. september 2018 19:15 Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. Bragginn og byggingarnar við hann voru reistar árið 1943 og voru á sínum tíma nýttar sem gistihús fyrir þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll. Gert var ráð fyrir 158 milljóna króna kostnaði við endurbætur á byggingunum en kostnaðurinn hljóðar í dag upp á 415 milljónir króna. Mismunurinn nemur tæpum 260 milljónum króna. „Kostnaðarmatið miðaðist við að það yrði hægt að nota miklu meira en reyndist vera nothæft þegar út í verkið var komið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um þennan mikla mismun.Eyþór Arnalds.„Skýringin er bara ein. Þetta var stjórnlaust í raun og veru. Það var gerð áætlun sem stóðst ekki," segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er margt sem er óvenjulegt. Allur kostnaður er mjög hár, bæði hönnunarkostnaður, lóðarkostnaður og fleira. Bara náðhúsið er á 46 milljónir," segir hann. Það er í rauninni fátt sem stendur eftir af gamla bragganum sem hefur verið endurbyggður en þar er nú rekinn matsölustaður. Í náðhúsinu verður fyrirlestrarsalur fyrir Háskólann í Reykjavík og frumkvöðlasetur verður í öðru húsi. Byggingarnar eru friðaðar í deiliskipulagi en ekki hjá Minjastofnun Íslands og tekur stofnunin því ekki þátt í kostnaði við endurbætur. Dagur telur að skoða beri hvort styrkir eigi að fylgja endurbótum á byggingum með sögulegt gildi.Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun.fbl/anton brink„Þannig að borgin og aðrir aðilar veigri sér ekki við því að halda til haga menningarsögunni," segir Dagur. Flokkur Fólksins lagði í dag fram tillögu um að Háskólinn í Reykjavík eða Minjastofnun greiði mismuninn. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands segir stofnunina ekki hafa gert kröfu um að haldið yrði í gömlu byggingarnar og vísar ábyrgð á bug. Þá segir í leigusamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur gert um húsnæðið að aukinn framkvæmdakostnaður sem komi til vegna minjaverndar leiði ekki til hækkunar á leigu. Voru mistök gerð við þessar framkvæmdir? „Það er kannski ekki hægt að slá því föstu en eftir stendur að verkið fór mjög mikið fram úr," segir Dagur. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. Bragginn og byggingarnar við hann voru reistar árið 1943 og voru á sínum tíma nýttar sem gistihús fyrir þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll. Gert var ráð fyrir 158 milljóna króna kostnaði við endurbætur á byggingunum en kostnaðurinn hljóðar í dag upp á 415 milljónir króna. Mismunurinn nemur tæpum 260 milljónum króna. „Kostnaðarmatið miðaðist við að það yrði hægt að nota miklu meira en reyndist vera nothæft þegar út í verkið var komið," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um þennan mikla mismun.Eyþór Arnalds.„Skýringin er bara ein. Þetta var stjórnlaust í raun og veru. Það var gerð áætlun sem stóðst ekki," segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er margt sem er óvenjulegt. Allur kostnaður er mjög hár, bæði hönnunarkostnaður, lóðarkostnaður og fleira. Bara náðhúsið er á 46 milljónir," segir hann. Það er í rauninni fátt sem stendur eftir af gamla bragganum sem hefur verið endurbyggður en þar er nú rekinn matsölustaður. Í náðhúsinu verður fyrirlestrarsalur fyrir Háskólann í Reykjavík og frumkvöðlasetur verður í öðru húsi. Byggingarnar eru friðaðar í deiliskipulagi en ekki hjá Minjastofnun Íslands og tekur stofnunin því ekki þátt í kostnaði við endurbætur. Dagur telur að skoða beri hvort styrkir eigi að fylgja endurbótum á byggingum með sögulegt gildi.Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun.fbl/anton brink„Þannig að borgin og aðrir aðilar veigri sér ekki við því að halda til haga menningarsögunni," segir Dagur. Flokkur Fólksins lagði í dag fram tillögu um að Háskólinn í Reykjavík eða Minjastofnun greiði mismuninn. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands segir stofnunina ekki hafa gert kröfu um að haldið yrði í gömlu byggingarnar og vísar ábyrgð á bug. Þá segir í leigusamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur gert um húsnæðið að aukinn framkvæmdakostnaður sem komi til vegna minjaverndar leiði ekki til hækkunar á leigu. Voru mistök gerð við þessar framkvæmdir? „Það er kannski ekki hægt að slá því föstu en eftir stendur að verkið fór mjög mikið fram úr," segir Dagur.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47