Innri endurskoðun OR breytt í kjölfar óvæntra starfsloka Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2018 07:00 Innri endurskoðandi OR lagði til að utanaðkomandi gerðu úttekt á stjórnarháttum fyrirtækisins . Fréttablaðið/Anton Brink Fyrirkomulagi á innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var breytt fyrr á árinu í kjölfar óvæntra starfsloka Guðmundar Inga Bergþórssonar, sem starfaði sem innri endurskoðandi fyrirtækisins. Sinnir innri endurskoðun Reykjavíkurborgar nú þessu hlutverki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdust starfslok Guðmundar Inga tillögu hans um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að gera úttekt á stjórnarháttum innan fyrirtækisins. Samkvæmt ákvörðun stjórnar OR mun fara fram óháð úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækinu og tilteknum starfsmannamálum. Hefur stjórnin falið þeirri sömu innri endurskoðun borgarinnar að annast þá úttekt ásamt utanaðkomandi sérfræðingum. Í bókun byggðarráðs Borgarbyggðar, eins eigenda OR, frá 25. janúar síðastliðnum kemur fram að það sé „nauðsynlegt að innri endurskoðun OR sé skilin frá innri endurskoðun stærsta eiganda fyrirtækisins þegar til framtíðar sé litið“. Fulltrúar minnihlutans í borginni óskuðu þann 23. ágúst eftir því að fram færi kynning í borgarráði á niðurstöðum úr starfsánægjukönnun stærstu fyrirtækja borgarinnar. Sú tillaga var felld þann 6. september á þeim forsendum að öll fyrirtæki B-hluta yrðu með kynningar í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar þar sem gæfist tækifæri til að spyrja um reksturinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði óskuðu í ljósi nýliðinna atburða eftir því að umrædd kynning færi fram í borgarráði í gær en við því var ekki orðið. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, kom hins vegar á fund borgarráðs til að fara yfir stöðuna. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00 Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fyrirkomulagi á innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var breytt fyrr á árinu í kjölfar óvæntra starfsloka Guðmundar Inga Bergþórssonar, sem starfaði sem innri endurskoðandi fyrirtækisins. Sinnir innri endurskoðun Reykjavíkurborgar nú þessu hlutverki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdust starfslok Guðmundar Inga tillögu hans um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að gera úttekt á stjórnarháttum innan fyrirtækisins. Samkvæmt ákvörðun stjórnar OR mun fara fram óháð úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækinu og tilteknum starfsmannamálum. Hefur stjórnin falið þeirri sömu innri endurskoðun borgarinnar að annast þá úttekt ásamt utanaðkomandi sérfræðingum. Í bókun byggðarráðs Borgarbyggðar, eins eigenda OR, frá 25. janúar síðastliðnum kemur fram að það sé „nauðsynlegt að innri endurskoðun OR sé skilin frá innri endurskoðun stærsta eiganda fyrirtækisins þegar til framtíðar sé litið“. Fulltrúar minnihlutans í borginni óskuðu þann 23. ágúst eftir því að fram færi kynning í borgarráði á niðurstöðum úr starfsánægjukönnun stærstu fyrirtækja borgarinnar. Sú tillaga var felld þann 6. september á þeim forsendum að öll fyrirtæki B-hluta yrðu með kynningar í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar þar sem gæfist tækifæri til að spyrja um reksturinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði óskuðu í ljósi nýliðinna atburða eftir því að umrædd kynning færi fram í borgarráði í gær en við því var ekki orðið. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, kom hins vegar á fund borgarráðs til að fara yfir stöðuna.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00 Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00