Gunnar: Nenni ekki að tala meira um þennan KA-leik Benedikt Grétarsson skrifar 22. september 2018 20:05 Gunnar á hliðarlínunni á síðustu leiktíð. vísir/ernir Það mátti sjá á Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka, að honum var létt eftir 31-26 sigur hans manna gegn Akureyri í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Hauka í deildinni en lærisveinar Gunnars biðu afhroð í síðustu umferð gegn KA, 31-20. „Þetta er búin að vera löng vika og dagarnir hafa liðið hægt. Við erum búnir að bíða eftir að komast aftur á völlinn og svara fyrir síðasta leik. Það var bara hrikalega mikilvægt að ná í tvö stig og fá jafnframt fyrsta sigurinn í hús,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er bara ánægður með strákana.Þetta var þolinmæðisverk og vantaði alltaf herslumuninn að hrista þá af okkur. Alltaf þegar við fengum möguleikann, þá komu þeir aftur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við náðum að halda haus allan leikinn og unnum þetta frekar sannfærandi að lokum.” Hvað skyldi hafa glatt Gunnar mest í þessum sigri? „Varnarleikurinn var góður og við náðum að refsa þeim í kjölfar sterkrar varnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarlega var þetta ágætt og við sáum margar góðar sóknir. Með örlítið betri nýtingu, hefðum við slitið þá fyrr af okkur en við sköpum fín færi og ég er bara sáttur.” Miklu munaði fyrir Hauka að fá Adam Hauk Baumruk sterkan inn í sóknina en hann hefur verið slakur hingað til. „Já, hann hefur verið góður á æfingum og ég veit alveg hvað hann getur. Ég setti hann í byrjunarliðið í dag og hann svaraði með góðum leik.” Fannst Gunnari umræðan eftir síðasta leik kannski snúast aðeins of mikið um hversu lélegir Haukar voru, frekar en að gefa KA verðskuldað hrós? „Við vorum bara lélegir í síðasta leik og sennilega var þetta einn lélegasti leikur sem ég hef lent í á mínum ferli sem þjálfari. KA menn voru frábærir en annars er ég bara að reyna að komast yfir þennan leik og nenni ekki mikið að tala meira um þennan KA-leik. Nú horfum við fram á veginn,“ sagði Gunnar einbeittur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Það mátti sjá á Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka, að honum var létt eftir 31-26 sigur hans manna gegn Akureyri í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Hauka í deildinni en lærisveinar Gunnars biðu afhroð í síðustu umferð gegn KA, 31-20. „Þetta er búin að vera löng vika og dagarnir hafa liðið hægt. Við erum búnir að bíða eftir að komast aftur á völlinn og svara fyrir síðasta leik. Það var bara hrikalega mikilvægt að ná í tvö stig og fá jafnframt fyrsta sigurinn í hús,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er bara ánægður með strákana.Þetta var þolinmæðisverk og vantaði alltaf herslumuninn að hrista þá af okkur. Alltaf þegar við fengum möguleikann, þá komu þeir aftur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við náðum að halda haus allan leikinn og unnum þetta frekar sannfærandi að lokum.” Hvað skyldi hafa glatt Gunnar mest í þessum sigri? „Varnarleikurinn var góður og við náðum að refsa þeim í kjölfar sterkrar varnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarlega var þetta ágætt og við sáum margar góðar sóknir. Með örlítið betri nýtingu, hefðum við slitið þá fyrr af okkur en við sköpum fín færi og ég er bara sáttur.” Miklu munaði fyrir Hauka að fá Adam Hauk Baumruk sterkan inn í sóknina en hann hefur verið slakur hingað til. „Já, hann hefur verið góður á æfingum og ég veit alveg hvað hann getur. Ég setti hann í byrjunarliðið í dag og hann svaraði með góðum leik.” Fannst Gunnari umræðan eftir síðasta leik kannski snúast aðeins of mikið um hversu lélegir Haukar voru, frekar en að gefa KA verðskuldað hrós? „Við vorum bara lélegir í síðasta leik og sennilega var þetta einn lélegasti leikur sem ég hef lent í á mínum ferli sem þjálfari. KA menn voru frábærir en annars er ég bara að reyna að komast yfir þennan leik og nenni ekki mikið að tala meira um þennan KA-leik. Nú horfum við fram á veginn,“ sagði Gunnar einbeittur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti