Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2018 10:00 Mahomes hefur spilað ótrúlega í upphafi tímabils og mátti leyfa sér að brosa eftir leik. vísir/getty Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira