John Oliver fékk íslenska leikara í harðort innslag um skuggahliðar Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 18:30 John Oliver sparaði ekki stóru orðin í innslaginu. Vísir/ Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira