John Oliver fékk íslenska leikara í harðort innslag um skuggahliðar Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 18:30 John Oliver sparaði ekki stóru orðin í innslaginu. Vísir/ Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna orðin tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna orðin tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira