Frelsið til að vera ég sjálf Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2018 10:00 Ugla Stefanía, Hallfríður Þóra og Vala eru spenntar fyrir frumsýningunni á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Það sem gerði þessa mynd svo raunverulega var að við Hallfríður og Vala unnum hana í mikilli einingu og vináttu. Eyddum miklum tíma saman og byggðum upp traust okkar á milli, bæði á faglegan hátt og sem vinkonur,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um stuttmyndina Ég sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, sunnudag, klukkan 13 og er á dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Riff. Myndin er innblásin af reynslu Uglu sem er ötul talsmanneskja trans fólks á Íslandi en höfundar og leikstjórar myndarinnar eru þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir. „Við erum að reyna að forðast klisjur sem eru vanalega í kvikmyndum um trans manneskjur og höfum unnið mjög náið með Uglu síðustu þrjú ár,“ segir Hallfríður. „Við sækjum innblástur í áhrifarík augnablik í lífi hennar og eftir miklar pælingar komumst við að því að kjarni myndarinnar yrði að vera frelsið sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur, enda eru það sönn mannréttindi,“ bætir Vala við.Hópurinn er stór sem stendur að myndinni og í honum eru einungis konur.Kvikmyndagerðarkonur gegna öllum stöðum bak við þessa mynd sem er óalgengt á heimsvísu. „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stöðu kvenna í kvikmyndagerð og við vildum sýna að það er ekkert mál að skipa allar stöður með öflugum kvikmyndagerðarkonum,“ segir Hallfríður og Vala tekur undir það: „Við erum að skoða hvað orðið „kyn“ þýðir á allan hátt, bæði í efnistökum og mannvali.“ Í gær fór fram forsýning á stuttmyndinni fyrir menntaskólanema í samstarfi við Samtökin ’78. Myndin keppir um titilinn „besta íslenska stuttmyndin“ á kvikmyndahátíðinni RIFF og verður frumsýnd á morgun eins og áður er sagt. Sýning númer tvö verður miðvikudaginn, 3. október, klukkan 15.15, líka í Bíói Paradís. Menning RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Það sem gerði þessa mynd svo raunverulega var að við Hallfríður og Vala unnum hana í mikilli einingu og vináttu. Eyddum miklum tíma saman og byggðum upp traust okkar á milli, bæði á faglegan hátt og sem vinkonur,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir um stuttmyndina Ég sem verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, sunnudag, klukkan 13 og er á dagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Riff. Myndin er innblásin af reynslu Uglu sem er ötul talsmanneskja trans fólks á Íslandi en höfundar og leikstjórar myndarinnar eru þær Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og Vala Ómarsdóttir. „Við erum að reyna að forðast klisjur sem eru vanalega í kvikmyndum um trans manneskjur og höfum unnið mjög náið með Uglu síðustu þrjú ár,“ segir Hallfríður. „Við sækjum innblástur í áhrifarík augnablik í lífi hennar og eftir miklar pælingar komumst við að því að kjarni myndarinnar yrði að vera frelsið sem fylgir því að fá að vera maður sjálfur, enda eru það sönn mannréttindi,“ bætir Vala við.Hópurinn er stór sem stendur að myndinni og í honum eru einungis konur.Kvikmyndagerðarkonur gegna öllum stöðum bak við þessa mynd sem er óalgengt á heimsvísu. „Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um stöðu kvenna í kvikmyndagerð og við vildum sýna að það er ekkert mál að skipa allar stöður með öflugum kvikmyndagerðarkonum,“ segir Hallfríður og Vala tekur undir það: „Við erum að skoða hvað orðið „kyn“ þýðir á allan hátt, bæði í efnistökum og mannvali.“ Í gær fór fram forsýning á stuttmyndinni fyrir menntaskólanema í samstarfi við Samtökin ’78. Myndin keppir um titilinn „besta íslenska stuttmyndin“ á kvikmyndahátíðinni RIFF og verður frumsýnd á morgun eins og áður er sagt. Sýning númer tvö verður miðvikudaginn, 3. október, klukkan 15.15, líka í Bíói Paradís.
Menning RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein