Verkefni kynslóðanna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. september 2018 07:00 Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til ársins 2030, sem forsætisráðherra og sex aðrir ráðherrar kynntu í gær, mun vafalaust marka viss þáttaskil í málaflokknum á Íslandi. Þörf var á metnaðarfullri áætlun sem tekur af allan vafa um að yfirvöld hér á landi hafi vilja og getu til að horfast í augu við breytta tíma. Aðgerðaáætlunin ber vitni um þennan metnað og gefur tóninn fyrir þau krefjandi verkefni sem ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og almenningur þurfa að takast á við á næstu áratugum. Áætlunin byggir bæði á áformum um kolefnishlutleysi á Íslandi árið 2040 og á skuldbindingum landsins gagnvart alþjóðlegum samþykktum sem þjóðir heims hafa sameinast um. Áform ríkisstjórnarinnar eru tiltekin í 34 atriðum sem eiga að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu úr andrúmslofti. Markmiðin eru einföld og skýr, en í framkvæmd útheimta þau margþætt og flókið átak. Átak sem krefst þess að við horfum lengra en fjögur ár fram í tímann, átak sem er dauðadæmt án vilja til að styðja við nýsköpun og framfarir í vísindum. Þetta er átak sem þarfnast bæði efnahagslegra hvata og aukinnar vitundar um óseðjandi neyslu okkar. Verkefni þetta er okkar kynslóðar að móta og ýta úr vör, þeirrar næstu að halda á lofti og framfylgja, og afkomenda þeirra að bæta og efla, á sama tíma og þau takast á við afleiðingar losunar okkar og forvera okkar. Í aðgerðaáætluninni er að finna vísi að þessu mikla kynslóðaverkefni sem felst í því að stemma stigu við losun. Og sem upphafspunktur á slíkri vegferð er hún til fyrirmyndar. Hins vegar er engin þjóð eyland í loftslagsmálum. Núverandi og yfirvofandi breytingar á veðurfari plánetunnar þekkja engin landamæri. Á næstu áratugum verður það ekki umflúið að aðlagast loftslagsbreytingum og hér á landi hefur ekki verið unnin heildstæð stefnumótun um slíka aðlögun. Slíkt þarf að gera sem fyrst, ekki aðeins vegna óvissu um áhrif loftslagsbreytinga á mikilvæga innviði landsins, heldur einnig vegna þess að samlegðaráhrif aðlögunar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda geta verið mikil. Um miðbik þessarar aldar munu allir jarðarbúar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ýmist beint eða óbeint. Fátækustu þjóðirnar munu finna mest fyrir áhrifunum, einmitt þjóðirnar sem minnsta ábyrgð bera á losuninni. Það verður aldrei nóg að einblína á áskoranir sem rúmast innan tiltekinna landamæra. Okkur ber siðferðileg skylda til að aðstoða þau sem ekki geta verndað sig fyrir loftslagsbreytingum. Og það er ekki síður mikilvægt verkefni kynslóðanna en markmið um minni losun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til ársins 2030, sem forsætisráðherra og sex aðrir ráðherrar kynntu í gær, mun vafalaust marka viss þáttaskil í málaflokknum á Íslandi. Þörf var á metnaðarfullri áætlun sem tekur af allan vafa um að yfirvöld hér á landi hafi vilja og getu til að horfast í augu við breytta tíma. Aðgerðaáætlunin ber vitni um þennan metnað og gefur tóninn fyrir þau krefjandi verkefni sem ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki og almenningur þurfa að takast á við á næstu áratugum. Áætlunin byggir bæði á áformum um kolefnishlutleysi á Íslandi árið 2040 og á skuldbindingum landsins gagnvart alþjóðlegum samþykktum sem þjóðir heims hafa sameinast um. Áform ríkisstjórnarinnar eru tiltekin í 34 atriðum sem eiga að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu úr andrúmslofti. Markmiðin eru einföld og skýr, en í framkvæmd útheimta þau margþætt og flókið átak. Átak sem krefst þess að við horfum lengra en fjögur ár fram í tímann, átak sem er dauðadæmt án vilja til að styðja við nýsköpun og framfarir í vísindum. Þetta er átak sem þarfnast bæði efnahagslegra hvata og aukinnar vitundar um óseðjandi neyslu okkar. Verkefni þetta er okkar kynslóðar að móta og ýta úr vör, þeirrar næstu að halda á lofti og framfylgja, og afkomenda þeirra að bæta og efla, á sama tíma og þau takast á við afleiðingar losunar okkar og forvera okkar. Í aðgerðaáætluninni er að finna vísi að þessu mikla kynslóðaverkefni sem felst í því að stemma stigu við losun. Og sem upphafspunktur á slíkri vegferð er hún til fyrirmyndar. Hins vegar er engin þjóð eyland í loftslagsmálum. Núverandi og yfirvofandi breytingar á veðurfari plánetunnar þekkja engin landamæri. Á næstu áratugum verður það ekki umflúið að aðlagast loftslagsbreytingum og hér á landi hefur ekki verið unnin heildstæð stefnumótun um slíka aðlögun. Slíkt þarf að gera sem fyrst, ekki aðeins vegna óvissu um áhrif loftslagsbreytinga á mikilvæga innviði landsins, heldur einnig vegna þess að samlegðaráhrif aðlögunar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda geta verið mikil. Um miðbik þessarar aldar munu allir jarðarbúar finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ýmist beint eða óbeint. Fátækustu þjóðirnar munu finna mest fyrir áhrifunum, einmitt þjóðirnar sem minnsta ábyrgð bera á losuninni. Það verður aldrei nóg að einblína á áskoranir sem rúmast innan tiltekinna landamæra. Okkur ber siðferðileg skylda til að aðstoða þau sem ekki geta verndað sig fyrir loftslagsbreytingum. Og það er ekki síður mikilvægt verkefni kynslóðanna en markmið um minni losun.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun