Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 22:16 Hannes Þór Halldórsson vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn