Forseti Líberíu spilaði með landsliðinu 51 árs gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 08:00 George Weah, forseti Líberíu og fyrirliði fótboltalandsliðs þjóðarinna í gær. Vísir/Getty George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt. Fótbolti Líbería Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
George Weah átti magnaðan knattspyrnuferil og hefur verið forseti Líberíu síðan fyrr á þessu ári. Hann er hins vegar enn að bæta við landsleikjum. George Weah lék í gær með líberíska landsliðinu í vináttulandsleik á móti Nígeríu í Monrovia. Þessi fyrrum frábæri knattspyrnumaður fékk sérstaka kveðjustund með landsliðinu en leikurinn var fullgildur landsleikur. He was named FIFA World Player of the Year back in 1995 At the age of 51, Liberia’s George Weah returned to international action in a friendly against Nigeria yesterday pic.twitter.com/gEZEZzFJTT — FIFA.com (@FIFAcom) September 12, 2018Það var ekki eins og George Weah hafi rétt kíkt inná í nokkrar mínútur. Hann var í byrjunarliðinu, með fyrirliðabandið og spilaði í 79 mínútur. Nígería vann leikinn 2-1. Nígeríska landsliðið skoraði markið sitt úr vítaspyrnu en þá var George Weah farinn af velli.Former World Player of the Year George Weah has put his boots back on. The Liberia president played in an international friendly for his country at the age of 51.https://t.co/IqdaoGxa0kpic.twitter.com/41ECGFeWC2 — BBC Sport (@BBCSport) September 12, 2018Þetta verður þó væntanlega síðasti landsleikurinn hjá George Weah en líberíska knattspyrnusambandið setti hann upp til að formlega setja treyju George Weah (númer 14) upp á vegg. George Weah spilaði alltaf í númer fjórtán en hann átti frábæran feril og var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu fyrstur Afríkumanna. Weah lék meðal annars með liðum Mónakó, Paris Saint-Germain og AC Milan auk þess að reyna líka fyrir sér hjá ensku liðunum Chelsea og Manchester City.FACT OF THE DAY: George Weah is the only serving world leader to have scored in three competitive fixtures against Gillingham. You're welcome. pic.twitter.com/hLiVOcR9cE — Match of the Day (@BBCMOTD) September 12, 2018George Weah tók við sem forseti Líberíu í janúar síðastliðnum og auðvitað fékk hann mikið lófaklapp þegar hann var tekinn af velli á 79. mínútu. Nígería tefldi fram sterku liði í leiknum en þar á meðal voru Leicester City leikmennirnir Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho. Þetta var landsleikur númer 61 hjá George Weah en sá fyrsti síðan árið 2007. Hann skoraði 22 mörk fyrir landsliðið sitt.
Fótbolti Líbería Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira