Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 14:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir Sigríður Á. Andersen og þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu skýrslu í Héraðsdómi í Reykjavík í gær þegar kröfur tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt um skaðabótaskyldu á hendur ríkinu voru teknar fyrir þar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jón Höskuldsson, héraðsdómari, krefjast þess að íslenska ríkið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt. Þeir voru á meðal fjögurra umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir en ráðherrann skipti út. Mál Eiríks og Jóns voru flutt samhliða fyrir héraðsdómi í gær. Auk Sigríðar dómsmálaráðherra gáfu Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, skýrslu fyrir dómnum. Búist er við því að niðurstaða liggi fyrir í málinu innan fjögurra vikna. Ríkið var sýknað af kröfu tveggja umsækjenda í desember Upphaflega sóttu 33 um embætti dómara við nýja dómstigið Landsrétt sem tók til starfa í byrjun þessa árs. Hæfisnefnd mat umsækjendurna og taldi fimmtán hæfasta til að verða fyrir valinu. Dómsmálaráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á þeim lista þegar hún lagði tillögu sína um dómaraefni fyrir Alþingi. Auk Eiríks og Jóns skipti dómsmálaráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Af þeim fjórum var Eiríkur hæstur, í sjöunda sæti. Ástráður og Jóhannes Rúnar stefndu ríkinu í fyrra. Lauk málinu í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sigríður Á. Andersen og þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu skýrslu í Héraðsdómi í Reykjavík í gær þegar kröfur tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt um skaðabótaskyldu á hendur ríkinu voru teknar fyrir þar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jón Höskuldsson, héraðsdómari, krefjast þess að íslenska ríkið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt. Þeir voru á meðal fjögurra umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir en ráðherrann skipti út. Mál Eiríks og Jóns voru flutt samhliða fyrir héraðsdómi í gær. Auk Sigríðar dómsmálaráðherra gáfu Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, skýrslu fyrir dómnum. Búist er við því að niðurstaða liggi fyrir í málinu innan fjögurra vikna. Ríkið var sýknað af kröfu tveggja umsækjenda í desember Upphaflega sóttu 33 um embætti dómara við nýja dómstigið Landsrétt sem tók til starfa í byrjun þessa árs. Hæfisnefnd mat umsækjendurna og taldi fimmtán hæfasta til að verða fyrir valinu. Dómsmálaráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á þeim lista þegar hún lagði tillögu sína um dómaraefni fyrir Alþingi. Auk Eiríks og Jóns skipti dómsmálaráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Af þeim fjórum var Eiríkur hæstur, í sjöunda sæti. Ástráður og Jóhannes Rúnar stefndu ríkinu í fyrra. Lauk málinu í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30