Stjórnvöld ættu að styðja rannsóknarblaðamenn beint Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. september 2018 13:15 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær áforum um að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar þessum áformum stjórnvalda. Hann segir þau skref í rétta átt, hins vegar þurfi að hafa í huga að tilgangurinn sé að styrkja blaðamenn og þeirra vinnu en ekki bara fjölmiðlasamsteypur. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að setja ætti á laggirnar einhverskonar sjóð sem blaðamenn gætu sótt í, rannsóknarblaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. „Við komum því á framfæri í athugasemdum við frumvarp um Ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin á sínum tíma. Tæknin hefur gert það að verkum að maður þarf ekki að vera starfsmaður á fjölmiðli til að stunda rannsóknarblaðamennsku.“ „Þegar ég byrjaði í blaðamennsku þurfti ég að vinna á fjölmiðli til að verða blaðamaður en í dag er vettvangur til að birta þínar afurðir án þess að þú sért starfsmaður fjölmiðils. Þannig að ég held að það væri mjög af hinu góða, og vel til þess fallið að efla blaðamennsku á landinu, að setja á laggirnar blaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær áforum um að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar þessum áformum stjórnvalda. Hann segir þau skref í rétta átt, hins vegar þurfi að hafa í huga að tilgangurinn sé að styrkja blaðamenn og þeirra vinnu en ekki bara fjölmiðlasamsteypur. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að setja ætti á laggirnar einhverskonar sjóð sem blaðamenn gætu sótt í, rannsóknarblaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. „Við komum því á framfæri í athugasemdum við frumvarp um Ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin á sínum tíma. Tæknin hefur gert það að verkum að maður þarf ekki að vera starfsmaður á fjölmiðli til að stunda rannsóknarblaðamennsku.“ „Þegar ég byrjaði í blaðamennsku þurfti ég að vinna á fjölmiðli til að verða blaðamaður en í dag er vettvangur til að birta þínar afurðir án þess að þú sért starfsmaður fjölmiðils. Þannig að ég held að það væri mjög af hinu góða, og vel til þess fallið að efla blaðamennsku á landinu, að setja á laggirnar blaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar.
Fjölmiðlar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira