Einar Jónsson: Vorum lamdir út úr leiknum – Þægilegt að dæma gegn okkur Þór Símon Hafþórsson skrifar 15. september 2018 19:15 Einar Jónsson þjálfar nú Gróttu Vísir/Andri Marinó „Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
„Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita