Lagði skóna á hilluna í hálfleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. september 2018 09:30 Davis í sínum síðasta leik í NFL-deildinni. vísir/getty Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. Davis var í byrjunarliði Bills í leiknum en segist síðan hafa ákveðið að vera heiðarlegur við sjálfan sig. Hann fór svo til þjálfarans og sagðist vera hættur. Félagar hans skildu ekkert í þessari hegðun og sumir létu hann heyra það eftir leik. Það var svo ekki löngu eftir leik að yfirlýsing kom frá Davis þar sem hann lýsti því yfir að skórnir væru farnir upp í hillu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga félaga sína með þessari hegðun.Official statement from CB @vontaedavis. pic.twitter.com/8WXszhnrUo — NFL (@NFL) September 16, 2018 Davis segir í yfirlýsingunni að hann hafi eðlilega ekki séð endalokin svona fyrir sér. Út á vellinum í gær rann upp fyrir honum ljós að þetta væri búið. Hann segir líkamann ekki lengur geta tekið við hörkunni í deildinni og því sé hann hættur. Honum leið ekki vel á vellinum, fann að þetta var búið og hætti því í hálfleik. Davis segist vera sáttur við þessa ákvörðun og að hann sé þakklátur fyrir tímann í deildinni. Davis er þrítugur og var tvisvar valinn í stjörnulið deildarinnar. NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. Davis var í byrjunarliði Bills í leiknum en segist síðan hafa ákveðið að vera heiðarlegur við sjálfan sig. Hann fór svo til þjálfarans og sagðist vera hættur. Félagar hans skildu ekkert í þessari hegðun og sumir létu hann heyra það eftir leik. Það var svo ekki löngu eftir leik að yfirlýsing kom frá Davis þar sem hann lýsti því yfir að skórnir væru farnir upp í hillu. Hann segist ekki hafa ætlað að móðga félaga sína með þessari hegðun.Official statement from CB @vontaedavis. pic.twitter.com/8WXszhnrUo — NFL (@NFL) September 16, 2018 Davis segir í yfirlýsingunni að hann hafi eðlilega ekki séð endalokin svona fyrir sér. Út á vellinum í gær rann upp fyrir honum ljós að þetta væri búið. Hann segir líkamann ekki lengur geta tekið við hörkunni í deildinni og því sé hann hættur. Honum leið ekki vel á vellinum, fann að þetta var búið og hætti því í hálfleik. Davis segist vera sáttur við þessa ákvörðun og að hann sé þakklátur fyrir tímann í deildinni. Davis er þrítugur og var tvisvar valinn í stjörnulið deildarinnar.
NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30