Sæluvíman kom mér í gegnum leikinn Hjörvar Ólafsson skrifar 18. september 2018 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með FH síðastliðið vor. Fréttablaðið/Stefán Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr Hafnarfirði, lék sinn fyrsta keppnisleik síðan hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik með uppeldisfélagi sínu, FH, í leik gegn ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildarinnar síðasta vor. Síðan þá hefur hann haft vistaskipti til Kiel, en meiðslin hafa aftrað því að hann fengi draum sinn uppfylltan með því að spila fyrir þýska stórveldið. Gísli segir að eftir nokkur bakslög með öxlina sé hún að nálgast fyrri styrk hægt og rólega. Adrenalínvíma og síðan sælutilfinning hafi orðið til þess að hann fann ekki fyrir eymslunum þegar hann þreytti frumraun sína fyrir Kiel í sigri gegn Bietigheim í leik í þýsku efstu deildinni á sunnudagskvöld. „Þetta er búið að vera langur tími og sérstaklega erfitt af því að ég hélt að ég væri orðinn góður í sumar og gæti leikið mína mótsleiki með landsliðinu gegn Litháen í umspilinu um sæti á EM. Það kom bakslag í meiðslin þar sem urðu til þess að ég áttaði mig á því að ég yrði að taka mér meiri tíma til þess að koma mér aftur inn á völlinn,“ segir Gísli Þorgeir í samtali við Fréttablaðið. „Alfreð [Gíslason, þjálfari Kiel] lét mig vita í aðdraganda leiksins að hann sæi fyrir sér að ég myndi spila 10-15 mínútur í þessum leik og ég var ofboðslega spenntur. Það var smá skrekkur þegar hann kallaði á mig og sagði að ég væri að fara inn á. Það var gjörsamlega geggjað að spila mínar fyrstu mínútur fyrir Kiel og þetta var bara eins og í draumi. Þetta er það sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill strákur og þarna var þetta að verða að veruleika,“ segir Gísli Þorgeir um tilfinninguna sem fylgdi því að klæðast Kiel-treyjunni í fyrsta skipti. „Ég átti gott spjall við pabba á leikdegi og hann lagði áherslu á það við mig að njóta augnabliksins. Ég gerði það svo sannarlega og ég lék bara með bros á vör. Mér tókst vel upp með að stýra sóknarleiknum og var einbeittur á að standa mig vel. Það hefur verið tekið vel á móti mér hérna og liðið er mjög rútínerað og það hjálpar mér mikið,“ segir miðjumaðurinn um upplifun sína af leikdeginum. „Við erum þrír miðjumenn hjá liðinu, ég, Domagoj Duvnjak og Miha Zarabec. Duvnjak getur ekki leikið alla leikina með liðinu þar sem hann á erfitt með að höndla mikið álag vegna meiðsla og við Zarabec erum í samkeppni um þær mínútur sem hann getur ekki spilað. Það er geggjað að æfa og spila með leikmönnum í þessum gæðaflokki og hollt fyrir mig að vera kominn í mikla samkeppni. Ég sé fyrir mér að þegar ég verð orðinn alveg góður af axlarmeiðslunum muni ég spila 10-15 mínútur í þeim leikjum þar sem það hentar á þessari leiktíð,“ segir hann um hlutverk sitt hjá liðinu. „Við erum klárlega með lið sem getur barist um þýska meistaratitilinn. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum, en það var á erfiðum útivöllum, í hörkuleikjum. Magdeburg er á toppnum núna, en þeir unnu okkur í hörkuleik þar sem sigurinn hefði getað endað báðum megin. Ég er mjög spenntur fyrir þessu keppnistímabili,“ segir Hafnfirðingurinn um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður úr Hafnarfirði, lék sinn fyrsta keppnisleik síðan hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik með uppeldisfélagi sínu, FH, í leik gegn ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildarinnar síðasta vor. Síðan þá hefur hann haft vistaskipti til Kiel, en meiðslin hafa aftrað því að hann fengi draum sinn uppfylltan með því að spila fyrir þýska stórveldið. Gísli segir að eftir nokkur bakslög með öxlina sé hún að nálgast fyrri styrk hægt og rólega. Adrenalínvíma og síðan sælutilfinning hafi orðið til þess að hann fann ekki fyrir eymslunum þegar hann þreytti frumraun sína fyrir Kiel í sigri gegn Bietigheim í leik í þýsku efstu deildinni á sunnudagskvöld. „Þetta er búið að vera langur tími og sérstaklega erfitt af því að ég hélt að ég væri orðinn góður í sumar og gæti leikið mína mótsleiki með landsliðinu gegn Litháen í umspilinu um sæti á EM. Það kom bakslag í meiðslin þar sem urðu til þess að ég áttaði mig á því að ég yrði að taka mér meiri tíma til þess að koma mér aftur inn á völlinn,“ segir Gísli Þorgeir í samtali við Fréttablaðið. „Alfreð [Gíslason, þjálfari Kiel] lét mig vita í aðdraganda leiksins að hann sæi fyrir sér að ég myndi spila 10-15 mínútur í þessum leik og ég var ofboðslega spenntur. Það var smá skrekkur þegar hann kallaði á mig og sagði að ég væri að fara inn á. Það var gjörsamlega geggjað að spila mínar fyrstu mínútur fyrir Kiel og þetta var bara eins og í draumi. Þetta er það sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítill strákur og þarna var þetta að verða að veruleika,“ segir Gísli Þorgeir um tilfinninguna sem fylgdi því að klæðast Kiel-treyjunni í fyrsta skipti. „Ég átti gott spjall við pabba á leikdegi og hann lagði áherslu á það við mig að njóta augnabliksins. Ég gerði það svo sannarlega og ég lék bara með bros á vör. Mér tókst vel upp með að stýra sóknarleiknum og var einbeittur á að standa mig vel. Það hefur verið tekið vel á móti mér hérna og liðið er mjög rútínerað og það hjálpar mér mikið,“ segir miðjumaðurinn um upplifun sína af leikdeginum. „Við erum þrír miðjumenn hjá liðinu, ég, Domagoj Duvnjak og Miha Zarabec. Duvnjak getur ekki leikið alla leikina með liðinu þar sem hann á erfitt með að höndla mikið álag vegna meiðsla og við Zarabec erum í samkeppni um þær mínútur sem hann getur ekki spilað. Það er geggjað að æfa og spila með leikmönnum í þessum gæðaflokki og hollt fyrir mig að vera kominn í mikla samkeppni. Ég sé fyrir mér að þegar ég verð orðinn alveg góður af axlarmeiðslunum muni ég spila 10-15 mínútur í þeim leikjum þar sem það hentar á þessari leiktíð,“ segir hann um hlutverk sitt hjá liðinu. „Við erum klárlega með lið sem getur barist um þýska meistaratitilinn. Við erum búnir að tapa tveimur leikjum, en það var á erfiðum útivöllum, í hörkuleikjum. Magdeburg er á toppnum núna, en þeir unnu okkur í hörkuleik þar sem sigurinn hefði getað endað báðum megin. Ég er mjög spenntur fyrir þessu keppnistímabili,“ segir Hafnfirðingurinn um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira