Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 18:39 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Stefán Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefur óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar. Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Segir Bjarni að hann telji mikilvægt, bæði í þágu starfsmanna og almennings, að sú skoðun fari fram. „Þar mega mínar ákvarðarnir ekki vera undanskildar,“ skrifar Bjarni. Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar segir að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Eftirfarandi er tilkynning frá forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur:Ég hef óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Ég tel afar mikilvægt bæði í þágu starfsmanna og almennings að sú skoðun fari fram. Þar mega mínar ákvarðanir ekki vera undanskildar.Því tel ég rétt að víkja tímabundið á meðan málið er skoðað.Starfsfólk OR hefur lagt mikið á sig á síðustu árum við að byggja fyrirtækið upp á ný úr krappri stöðu. Sú vinna hefur ekki síst snúið að auknu jafnrétti kynjanna og bættri vinnustaðarmenningu. Áríðandi er að halda þeirri mikilvægu vinnu áfram.Fréttin er í vinnslu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefur óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar. Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Segir Bjarni að hann telji mikilvægt, bæði í þágu starfsmanna og almennings, að sú skoðun fari fram. „Þar mega mínar ákvarðarnir ekki vera undanskildar,“ skrifar Bjarni. Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar segir að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Eftirfarandi er tilkynning frá forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur:Ég hef óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Ég tel afar mikilvægt bæði í þágu starfsmanna og almennings að sú skoðun fari fram. Þar mega mínar ákvarðanir ekki vera undanskildar.Því tel ég rétt að víkja tímabundið á meðan málið er skoðað.Starfsfólk OR hefur lagt mikið á sig á síðustu árum við að byggja fyrirtækið upp á ný úr krappri stöðu. Sú vinna hefur ekki síst snúið að auknu jafnrétti kynjanna og bættri vinnustaðarmenningu. Áríðandi er að halda þeirri mikilvægu vinnu áfram.Fréttin er í vinnslu
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?