Óskaði eftir leyfi út október Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 16:30 Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér. Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér.
Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira