Með hreint sakavottorð þrátt fyrir þunga dóma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. september 2018 07:00 Frá Litla-Hrauni. Vísir/Heiða „Ég var að hugsa um að fara beina leið niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson og hlær. Það kom Guðmundi, sem hlotið hefur þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina, vægast sagt á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt á dögunum að komast að því, sér til mikillar ánægju, að hann var af einhverjum ástæðum með hreina sakaskrá. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá því í apríl eftir að hafa verið í fangelsi meira og minna í tæp 20 ár en hann hefur fengið 3 þunga fangelsisdóma frá aldamótum vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Hann á eftir að vera 11 mánuði á Vernd og mun í kjölfarið ljúka sinni afplánun í rafrænu eftirliti. Guðmundi brá því í brún þegar hann sótti sakavottorð á dögunum en í vottorðinu er ekki eitt einasta brot skráð, heldur stendur þar: „Ekkert brot.“ Guðmundur vakti athygli á þessu á Facebook í gærkvöldi og var að vonum ánægður með sína skjalfestu, hreinu fortíð. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrár á að skrá dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Fangelsisdóma skal ekki tilgreina ef liðin eru meira en fimm ár frá dómsuppkvaðningu eða frá þeim tíma sem dómþoli var látinn laus. Því ætti Guðmundur ekki að fá hreint sakavottorð fyrr en eftir 6 ár hið minnsta. Sá dómur sem Guðmundur situr inni fyrir nú var kveðinn upp í Danmörku. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrá ber að skrá upplýsingar um dóma sem fallið hafa erlendis yfir íslenskum ríkisborgurum eða dóma sem fullnustaðir hér á landi. Aðspurður telur Guðmundur að það hljóti einhver mistök að hafa verið gerð. „Það breytir því ekki, þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Ég var að hugsa um að fara beina leið niður í Fangelsismálastofnun og krefjast þess að vera látinn laus eins og skot,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson og hlær. Það kom Guðmundi, sem hlotið hefur þunga fangelsisdóma í gegnum tíðina, vægast sagt á óvart þegar hann sótti sakavottorð sitt á dögunum að komast að því, sér til mikillar ánægju, að hann var af einhverjum ástæðum með hreina sakaskrá. Guðmundur hefur búið á áfangaheimilinu Vernd frá því í apríl eftir að hafa verið í fangelsi meira og minna í tæp 20 ár en hann hefur fengið 3 þunga fangelsisdóma frá aldamótum vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Hann á eftir að vera 11 mánuði á Vernd og mun í kjölfarið ljúka sinni afplánun í rafrænu eftirliti. Guðmundi brá því í brún þegar hann sótti sakavottorð á dögunum en í vottorðinu er ekki eitt einasta brot skráð, heldur stendur þar: „Ekkert brot.“ Guðmundur vakti athygli á þessu á Facebook í gærkvöldi og var að vonum ánægður með sína skjalfestu, hreinu fortíð. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrár á að skrá dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Fangelsisdóma skal ekki tilgreina ef liðin eru meira en fimm ár frá dómsuppkvaðningu eða frá þeim tíma sem dómþoli var látinn laus. Því ætti Guðmundur ekki að fá hreint sakavottorð fyrr en eftir 6 ár hið minnsta. Sá dómur sem Guðmundur situr inni fyrir nú var kveðinn upp í Danmörku. Samkvæmt reglum ríkissaksóknara um sakaskrá ber að skrá upplýsingar um dóma sem fallið hafa erlendis yfir íslenskum ríkisborgurum eða dóma sem fullnustaðir hér á landi. Aðspurður telur Guðmundur að það hljóti einhver mistök að hafa verið gerð. „Það breytir því ekki, þetta eintak fer upp á vegg,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira