Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2018 19:28 Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina. Um er að ræða Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í sumar þrátt fyrir að skort sé á taugalæknum á Íslandi. Áður en Anna opnaði stofuna sína í dag leitaði hún á ný eftir svörum yfirvalda. „Ráðuneytið stöðvaði þá, bæði í að taka mig inn á samning þrátt fyrir augljósa þörf sem landlæknir er búinn að greina og burtséð frá því neita þeir líka að niðurgreiða þann kostnað sem sjúklingarnar beri af heimsókninni til mín,“ segir Anna. Hundrað manns hafa nú þegar pantað tíma hjá Önnu sem er verulega ósátt við stöðuna. Hún segir óásættanlegt að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga sinna og að það sé brot á réttindum þeirra til sjúkratrygginga.Ráðherra vísar á forvera sína Það er undir Önnu sjálfri komið hvaða verðskrá gildir en hún hefur ákveðið að fara eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. „Viðtal og skoðun, fyrsti tími sem tekur um klukkutíma, er rétt tæpar tuttugu þúsund krónur. En það er algerlega undir mér komið. Ég tel þetta ódýra þjónustu þar sem tíminn til mín í Bandaríkjunum þar sem ég starfaði áður kostaði á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund krónur,“ segir hún. Heilbrigisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi þegar hún var spurð út í gagnrýni kerfið að ekki stæði til í að gera breytingar en ástæða væri til að skoða málið. Vísaði hún ábyrgð á fyrirkomulaginu á forvera sína í embætti. „En það er alveg sannarlega ástæða til þess að skoða þetta og það sem ég hef verið mest hugsi yfir er kannski það að staðreyndin skuli vera sú að fólk skuli vera að bíða mánuðum saman,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina. Um er að ræða Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í sumar þrátt fyrir að skort sé á taugalæknum á Íslandi. Áður en Anna opnaði stofuna sína í dag leitaði hún á ný eftir svörum yfirvalda. „Ráðuneytið stöðvaði þá, bæði í að taka mig inn á samning þrátt fyrir augljósa þörf sem landlæknir er búinn að greina og burtséð frá því neita þeir líka að niðurgreiða þann kostnað sem sjúklingarnar beri af heimsókninni til mín,“ segir Anna. Hundrað manns hafa nú þegar pantað tíma hjá Önnu sem er verulega ósátt við stöðuna. Hún segir óásættanlegt að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga sinna og að það sé brot á réttindum þeirra til sjúkratrygginga.Ráðherra vísar á forvera sína Það er undir Önnu sjálfri komið hvaða verðskrá gildir en hún hefur ákveðið að fara eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. „Viðtal og skoðun, fyrsti tími sem tekur um klukkutíma, er rétt tæpar tuttugu þúsund krónur. En það er algerlega undir mér komið. Ég tel þetta ódýra þjónustu þar sem tíminn til mín í Bandaríkjunum þar sem ég starfaði áður kostaði á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund krónur,“ segir hún. Heilbrigisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi þegar hún var spurð út í gagnrýni kerfið að ekki stæði til í að gera breytingar en ástæða væri til að skoða málið. Vísaði hún ábyrgð á fyrirkomulaginu á forvera sína í embætti. „En það er alveg sannarlega ástæða til þess að skoða þetta og það sem ég hef verið mest hugsi yfir er kannski það að staðreyndin skuli vera sú að fólk skuli vera að bíða mánuðum saman,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22