Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 19:45 Kolbeinn á æfingunni í dag S2 Sport Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. Íslenska landsliðið kom saman í dag og hóf æfingar í Schruns í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag. Guðmundur Benediktsson er mættur til Austurríkis og spjallaði við Kolbein. Stærsta spurningin sem brennur á vörum allra, hvernig er heilsan? „Heilsan er mjög góð. Búinn að vera heill núna nánast í átta mánuði fyrir utan í mars og apríl, þannig að þetta er búið að líta vel út og gömlu meiðslin ekki búin að trufla mig,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson í leik með NantesVísir/GettyKolbeinn meiddist illa fljótlega eftir að þáttöku Íslands á EM í Frakklandi lauk. Þessi tvö ár hafa ekki verið góð fyrir Kolbein. Hann er á mála hjá franska liðinu Nantes en fær ekkert að spila fyrir liðið og var á sölulista í sumar. „Þegar ég kom aftur til baka í sumar þá tilkynntu þeir mér það að ég mætti fara, finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig síðustu tvo mánuði að ég hef verið að leita mér að liði.“ „En ég er ekki búinn að spila í að verða tvö ár svo það er erfitt að finna lið sem vill gambla á mig.“ Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði um helgina. Leikmenn sem eru samningslausir geta áfram farið á ný mið á frjálsri sölu. Kolbeinn er hins vegar enn samningsbundinn Nantes, það eru tvö ár eftir af þeim samningi. „Staðan er þannig að ég get ekki farið núna, ekki nema í þær deildir sem eru opnar. Annars þarf ég að bíða fram í janúar.“ Eins og er gerir Kolbeinn ráð fyrir því að fá aftur að æfa með aðalliðinu og það eru engar viðræður við önnur lið í gangi á þessari stundu. Hann fékk að spila hálftíma í undirbúningsleik með Nantes í sumar en var síðan tilkynnt að hann mætti fara annað eða í varaliðið.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyÞað eru tímamót hjá landsliðinu öllu, ekki bara Kolbeini að vera kominn þangað aftur. Nýr þjálfari og ný keppni fram undan. Hvernig lýst honum á? „Bara frábærlega. Það sem ég hef heyrt hvað Freyr og Erik eru að gera er bara mjög jákvætt.“ „Þeir vilja ekki breyta miklu og halda í það góða sem er búið að gera á síðustu árum. Það er mikilvægt að halda strúktúrnum.“ „Hann vill örugglega sjá hvernig liðið er og þekkja menn áður en hann fer að breyta með sínum aðferðum.“ Þegar landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Erik Hamren að Kolbeinn væri ekki tilbúinn að byrja en hann sæi tækifærin í að nota Kolbein á síðustu mínútum leikjanna. Er hann tilbúinn í það? „Já, ég tel mig vera það. Ég tilkynnti honum það að ég væri ekki í leikformi og ekki búinn að spila, eins og hann vissi. Hann spurði mig hvort ég gæti spilað 15-20 mínútur og gæti notað reynslu mína í það. Ég tel mig vera það, þó ég sé kannski ekki í leikformi,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson Leikur Sviss og Íslands fer fram á laugardaginn, 8. september, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. Íslenska landsliðið kom saman í dag og hóf æfingar í Schruns í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag. Guðmundur Benediktsson er mættur til Austurríkis og spjallaði við Kolbein. Stærsta spurningin sem brennur á vörum allra, hvernig er heilsan? „Heilsan er mjög góð. Búinn að vera heill núna nánast í átta mánuði fyrir utan í mars og apríl, þannig að þetta er búið að líta vel út og gömlu meiðslin ekki búin að trufla mig,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson í leik með NantesVísir/GettyKolbeinn meiddist illa fljótlega eftir að þáttöku Íslands á EM í Frakklandi lauk. Þessi tvö ár hafa ekki verið góð fyrir Kolbein. Hann er á mála hjá franska liðinu Nantes en fær ekkert að spila fyrir liðið og var á sölulista í sumar. „Þegar ég kom aftur til baka í sumar þá tilkynntu þeir mér það að ég mætti fara, finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig síðustu tvo mánuði að ég hef verið að leita mér að liði.“ „En ég er ekki búinn að spila í að verða tvö ár svo það er erfitt að finna lið sem vill gambla á mig.“ Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði um helgina. Leikmenn sem eru samningslausir geta áfram farið á ný mið á frjálsri sölu. Kolbeinn er hins vegar enn samningsbundinn Nantes, það eru tvö ár eftir af þeim samningi. „Staðan er þannig að ég get ekki farið núna, ekki nema í þær deildir sem eru opnar. Annars þarf ég að bíða fram í janúar.“ Eins og er gerir Kolbeinn ráð fyrir því að fá aftur að æfa með aðalliðinu og það eru engar viðræður við önnur lið í gangi á þessari stundu. Hann fékk að spila hálftíma í undirbúningsleik með Nantes í sumar en var síðan tilkynnt að hann mætti fara annað eða í varaliðið.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyÞað eru tímamót hjá landsliðinu öllu, ekki bara Kolbeini að vera kominn þangað aftur. Nýr þjálfari og ný keppni fram undan. Hvernig lýst honum á? „Bara frábærlega. Það sem ég hef heyrt hvað Freyr og Erik eru að gera er bara mjög jákvætt.“ „Þeir vilja ekki breyta miklu og halda í það góða sem er búið að gera á síðustu árum. Það er mikilvægt að halda strúktúrnum.“ „Hann vill örugglega sjá hvernig liðið er og þekkja menn áður en hann fer að breyta með sínum aðferðum.“ Þegar landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Erik Hamren að Kolbeinn væri ekki tilbúinn að byrja en hann sæi tækifærin í að nota Kolbein á síðustu mínútum leikjanna. Er hann tilbúinn í það? „Já, ég tel mig vera það. Ég tilkynnti honum það að ég væri ekki í leikformi og ekki búinn að spila, eins og hann vissi. Hann spurði mig hvort ég gæti spilað 15-20 mínútur og gæti notað reynslu mína í það. Ég tel mig vera það, þó ég sé kannski ekki í leikformi,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson Leikur Sviss og Íslands fer fram á laugardaginn, 8. september, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira