Engin ályktun í pósti frá Airbus Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. september 2018 08:00 Fimm létust er herþyrla fórst sekúndum eftir flugtak í Suður-Kóreu 17. júlí. Rannsókn á orsökunum stendur enn yfir. Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslu Íslands neinar trúnaðarupplýsingar um orsakir þyrluslyss í Suður-Kóreu í júlí. „Þvert á það sem Airbus sagði upphaflega virðist fyrirtækið ekki telja að um trúnaðarupplýsingar sé að ræða ef marka má svar fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. MUH-1 herþyrla sem fórst í Suður-Kóreu 17. júlí í sumar er búin sams konar gírkassa og eru í tveimur Airbus Super Puma þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur samið um leigu á. Galli í slíkum gírkassa olli tveimur mannskæðum slysum; í Skotlandi 2009 og í Noregi 2016. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagði nú í júlí að endurhanna þyrfti umræddan gírkassa. Í öllum þessum þremur tilfellum losnuðu spaðarnir ofan af þyrlunni. Fram kom í Fréttablaðinu í júlí að flugmenn Landhelgisgæslunnar væru hugsi yfir væntanlegri komu þessara þyrla til stofnunarinnar.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.„Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Airbus og fleirum virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, í svari til Fréttablaðsins í kjölfarið. Vegna þessa svars frá Landhelgisgæslunni óskaði Fréttablaðið eftir afritum af samskiptum stofnunarinnar við Airbus um málið. Því var hafnað: „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga,“ sagði í synjuninni. „Varðandi spurningu þína, þá vinsamlegast athugaðu að við erum skuldbundin til að veita viðskiptavinum okkar allar þær upplýsingar sem þeir óska til að tryggja öruggan rekstur á þeirra þyrlum,“ segir í svari frá Guillaume Steuer, yfirmanni frétta- og fjölmiðlatengladeildar Airbus. „Að því sögðu get ég staðfest að við höfum ekki deilt neinum trúnaðarupplýsingum með Landhelgisgæslu Íslands varðandi mögulegar orsakir MUH-1 slyssins þar sem rannsóknin er enn í gangi undir forystu kóreskra yfirvalda.“ Airbus gerði Landhelgisgæslunni viðvart um fyrirspurn Fréttablaðsins og svar fyrirtækisins við henni. „Á sama tíma og Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslunni neinar trúnaðarupplýsingar um rannsókn slyssins í Suður-Kóreu biður fyrirtækið Landhelgisgæsluna um að gæta trúnaðar vegna upplýsinga sem veittar voru símleiðis um rannsókn sama slyss. Landhelgisgæslan mun því afhenda afrit af umræddum samskiptum,“ segir Ásgeir upplýsingafulltrúi í tölvuskeyti til blaðsins. Fréttablaðið fékk því í gær afrit af svarpósti frá starfsmanni Airbus við fyrirspurn tæknistjóra Landhelgisgæslunnar sem vildi fá að vita hvort vegna slyssins í Suður-Kóreu væri eitthvað að óttast í sambandi við þyrlurnar sem hingað eru væntanlegar. Í þeim pósti eru taldar upp nokkrar skemmdir á þyrlunni en þar er hins vegar ekki að finna neinar ályktanir um orsakir slyssins. „Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Sylvain Paquereau, starfsmanni Airbus, virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ er þó ítrekað í póstinum frá Gæslunni í gær. Þetta rímar við frásagnir fjölmiðla í Suður-Kóreu. Þeir hafa haft eftir embættismönnum að ekki sé um sams konar slys að ræða og í Noregi 2016 þar sem galli í gírkassa varð til þess að spaðar þyrlunnar losnuðu af. Í nýlegum fréttum er þó undirstrikað að enn séu öll atriði til skoðunar í rannsókninni. Von sé á bráðabirgðaskýrslu um atvikið nú í september. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. 6. júlí 2018 18:45 Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Eftir fjögurra vikna yfirlegu hafnar Landhelgisgæslan því að afhenda afrit af samskiptum við Airbus. Gæslan fullyrti að samkvæmt Airbus ætti þyrluslys í Suður-Kóreu sér aðrar orsakir en galla í gírkassa, eins og þeim sem eru í þyrlum sem eru á leið til landsins frá Noregi 30. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslu Íslands neinar trúnaðarupplýsingar um orsakir þyrluslyss í Suður-Kóreu í júlí. „Þvert á það sem Airbus sagði upphaflega virðist fyrirtækið ekki telja að um trúnaðarupplýsingar sé að ræða ef marka má svar fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. MUH-1 herþyrla sem fórst í Suður-Kóreu 17. júlí í sumar er búin sams konar gírkassa og eru í tveimur Airbus Super Puma þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur samið um leigu á. Galli í slíkum gírkassa olli tveimur mannskæðum slysum; í Skotlandi 2009 og í Noregi 2016. Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi sagði nú í júlí að endurhanna þyrfti umræddan gírkassa. Í öllum þessum þremur tilfellum losnuðu spaðarnir ofan af þyrlunni. Fram kom í Fréttablaðinu í júlí að flugmenn Landhelgisgæslunnar væru hugsi yfir væntanlegri komu þessara þyrla til stofnunarinnar.Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.„Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Airbus og fleirum virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar, í svari til Fréttablaðsins í kjölfarið. Vegna þessa svars frá Landhelgisgæslunni óskaði Fréttablaðið eftir afritum af samskiptum stofnunarinnar við Airbus um málið. Því var hafnað: „Í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem varða rannsókn sem enn stendur yfir, er Landhelgisgæslunni ekki heimilt að afhenda umrædd gögn á grundvelli upplýsingalaga,“ sagði í synjuninni. „Varðandi spurningu þína, þá vinsamlegast athugaðu að við erum skuldbundin til að veita viðskiptavinum okkar allar þær upplýsingar sem þeir óska til að tryggja öruggan rekstur á þeirra þyrlum,“ segir í svari frá Guillaume Steuer, yfirmanni frétta- og fjölmiðlatengladeildar Airbus. „Að því sögðu get ég staðfest að við höfum ekki deilt neinum trúnaðarupplýsingum með Landhelgisgæslu Íslands varðandi mögulegar orsakir MUH-1 slyssins þar sem rannsóknin er enn í gangi undir forystu kóreskra yfirvalda.“ Airbus gerði Landhelgisgæslunni viðvart um fyrirspurn Fréttablaðsins og svar fyrirtækisins við henni. „Á sama tíma og Airbus segist ekki hafa veitt Landhelgisgæslunni neinar trúnaðarupplýsingar um rannsókn slyssins í Suður-Kóreu biður fyrirtækið Landhelgisgæsluna um að gæta trúnaðar vegna upplýsinga sem veittar voru símleiðis um rannsókn sama slyss. Landhelgisgæslan mun því afhenda afrit af umræddum samskiptum,“ segir Ásgeir upplýsingafulltrúi í tölvuskeyti til blaðsins. Fréttablaðið fékk því í gær afrit af svarpósti frá starfsmanni Airbus við fyrirspurn tæknistjóra Landhelgisgæslunnar sem vildi fá að vita hvort vegna slyssins í Suður-Kóreu væri eitthvað að óttast í sambandi við þyrlurnar sem hingað eru væntanlegar. Í þeim pósti eru taldar upp nokkrar skemmdir á þyrlunni en þar er hins vegar ekki að finna neinar ályktanir um orsakir slyssins. „Samkvæmt upplýsingum sem Landhelgisgæslan hefur frá Sylvain Paquereau, starfsmanni Airbus, virðist ekki vera um eins atvik að ræða og fyrri slys sem tengst hafa bilunum í gírkassa,“ er þó ítrekað í póstinum frá Gæslunni í gær. Þetta rímar við frásagnir fjölmiðla í Suður-Kóreu. Þeir hafa haft eftir embættismönnum að ekki sé um sams konar slys að ræða og í Noregi 2016 þar sem galli í gírkassa varð til þess að spaðar þyrlunnar losnuðu af. Í nýlegum fréttum er þó undirstrikað að enn séu öll atriði til skoðunar í rannsókninni. Von sé á bráðabirgðaskýrslu um atvikið nú í september.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. 6. júlí 2018 18:45 Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Eftir fjögurra vikna yfirlegu hafnar Landhelgisgæslan því að afhenda afrit af samskiptum við Airbus. Gæslan fullyrti að samkvæmt Airbus ætti þyrluslys í Suður-Kóreu sér aðrar orsakir en galla í gírkassa, eins og þeim sem eru í þyrlum sem eru á leið til landsins frá Noregi 30. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00
Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. 6. júlí 2018 18:45
Gæslan neitar að sýna spilin í þyrlumáli Eftir fjögurra vikna yfirlegu hafnar Landhelgisgæslan því að afhenda afrit af samskiptum við Airbus. Gæslan fullyrti að samkvæmt Airbus ætti þyrluslys í Suður-Kóreu sér aðrar orsakir en galla í gírkassa, eins og þeim sem eru í þyrlum sem eru á leið til landsins frá Noregi 30. ágúst 2018 08:00