Segir námslán ígildi ævarandi skuldafangelsis Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2018 14:18 Ragnar Þór leggur til að Íslendingar hætti að stinga fólki í ævarandi skuldafangelsi fyrir þær sakir einar að hafa menntað sig. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir það fyrirkomulag sem námslánakerfið á Íslandi er. Hann segist verða var við töluverða umræðu um þetta hin verðtryggðu námslán sem og verðtrygginguna. „Ég hef aldrei skilið af hverju við metum ekki námið til verðmætasköpunar og hættum að stinga fólki í ævarandi skuldafangelsi fyrir það eitt að mennta sig,“ skrifar Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Ljóst er að ýmsir frammámenn verkalýðshreyfingarinnar og hagsmunasamtaka eru farnir að horfa til námslána LÍN sem verulega íþyngjandi fyrir sína umbjóðendur. Þannig skrifaði Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM grein sem finna má á Vísi þar sem hún bendir á þetta:Þórunn Sveinbjarnardóttir bendir á að námslán geti reynst þeim sem þiggja verulegur klafi.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði.“ Ragnar Þór er á svipuðum slóðum og Þórunn í sinni nálgun. Hann segist þeirrar skoðunar að ef fólk mennti sig á Íslandi og starfi þá hér á landi eigi „námslán að fyrnast yfir tíma til að mynda hvata í að verðmæt störf haldist innan okkar hagkerfis og að þeir sem sæki sér framhaldsmenntun erlendis hafi einnig meiri hvata til að snúa aftur heim. En í stað þess að námslán (Fjárfesting í verðmætasköpun) fyrnist yfir tíma ,þó ekki væri nema að raunvirði, þá vaxa þau eins og illgresi í skjóli verðtryggingar.“ Kjaramál Tengdar fréttir Tólfti mánuðurinn Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. 3. september 2018 07:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fordæmir það fyrirkomulag sem námslánakerfið á Íslandi er. Hann segist verða var við töluverða umræðu um þetta hin verðtryggðu námslán sem og verðtrygginguna. „Ég hef aldrei skilið af hverju við metum ekki námið til verðmætasköpunar og hættum að stinga fólki í ævarandi skuldafangelsi fyrir það eitt að mennta sig,“ skrifar Ragnar Þór í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Ljóst er að ýmsir frammámenn verkalýðshreyfingarinnar og hagsmunasamtaka eru farnir að horfa til námslána LÍN sem verulega íþyngjandi fyrir sína umbjóðendur. Þannig skrifaði Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM grein sem finna má á Vísi þar sem hún bendir á þetta:Þórunn Sveinbjarnardóttir bendir á að námslán geti reynst þeim sem þiggja verulegur klafi.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Fólk sem fer í langt nám skuldar oft margar milljónir í námslán þegar það útskrifast. Þegar námi lýkur þarf það að greiða tæplega 4% af tekjum sínum í afborganir af lánunum (þau sem tóku lán fyrir árið 2005 greiða tæplega 5%). Þetta þýðir að fólk þarf að verja fjárhæð sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári í afborganir af námslánum. Það reynist mörgum þung byrði.“ Ragnar Þór er á svipuðum slóðum og Þórunn í sinni nálgun. Hann segist þeirrar skoðunar að ef fólk mennti sig á Íslandi og starfi þá hér á landi eigi „námslán að fyrnast yfir tíma til að mynda hvata í að verðmæt störf haldist innan okkar hagkerfis og að þeir sem sæki sér framhaldsmenntun erlendis hafi einnig meiri hvata til að snúa aftur heim. En í stað þess að námslán (Fjárfesting í verðmætasköpun) fyrnist yfir tíma ,þó ekki væri nema að raunvirði, þá vaxa þau eins og illgresi í skjóli verðtryggingar.“
Kjaramál Tengdar fréttir Tólfti mánuðurinn Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. 3. september 2018 07:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Tólfti mánuðurinn Óumdeilt er að menntun og þekking eru undirstaða góðra lífskjara. Opinber framlög til menntamála eru því fjárfesting í hagsæld framtíðarinnar. 3. september 2018 07:00