Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Sigurður Kristinsson, Ólöf Embla Eyjólfsdóttir og Ragna Árnadóttir sátu í starfshópnum ásamt Jóni Ólafssyni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00