Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Sigurður Kristinsson, Ólöf Embla Eyjólfsdóttir og Ragna Árnadóttir sátu í starfshópnum ásamt Jóni Ólafssyni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00