Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. september 2018 07:30 Borgarfulltrúar eru í dag 23. Grunnlaun þeirra eru 726.748 krónur auk margvíslegra aukagreiðslna. Fréttablaðið/Anton Brink Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 22,4 prósent síðan borgarstjórn ákvað í apríl í fyrra að binda laun kjörinna fulltrúa við þróun launavísitölu. Á fundi forsætisnefndar í síðustu viku var tilkynnt að grunnlaun borgarfulltrúa væru nú 726.748 krónur og starfskostnaður ofan á það 52.486 krónur. Í apríl í fyrra voru grunnlaun borgarfulltrúa ákvörðuð 653.022 krónur og starfskostnaður 47.161. Umdeild hækkun kjararáðs upp á ríflega 44 prósent til handa kjörnum fulltrúum í lok október 2016 skapaði miklar illdeilur í samfélaginu og var ákveðið í borgarstjórn að frysta launin. Í apríl í fyrra varð niðurstaðan að borgarfulltrúar myndu afþakka hækkun kjararáðs og binda laun sín í framtíðinni við þróun launavísitölu sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert. Þegar kjararáð kvað upp hinn umdeilda úrskurð sinn sem hefði hækkað laun borgarfulltrúa verulega vegna tengingar launa þeirra við þingfarakaup, námu grunnlaun borgarfulltrúa 593.720 krónum á mánuði. Hefðu borgarfulltrúar þegið hækkun kjararáðs hefðu grunnlaun farið upp í 856.949 krónur, í stað 633.022 króna. Á móti kemur að borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í vor. Grunnlaun borgarfulltrúa segja þó aðeins hluta kjarasögunnar því ofan á þau leggst starfskostnaður, og hinar ýmsu álagsgreiðslur sem numið geta hundruðum þúsunda á mánuði í einhverjum tilfella. Svo dæmi sé tekið fá borgarfulltrúar sem gegna formennsku í fagráði eða borgarstjórnarflokki greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, eða 181.000 krónur. Borgarfulltrúar sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum fá sömuleiðis 25 prósenta álag. Borgarfulltrúar sem sitja í borgarráði fá greitt álag sem nemur 25 prósentum af grunnlaunum, formaður borgarráðs fær 40 prósenta álag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lýsti því yfir í sumar að hún myndi ekki þiggja álagsgreiðslurnar þótt hún gæti ekki afsalað sér þeim. Ekki liggur fyrir hvort fleiri borgarfulltrúar fylgi því fordæmi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30
Spáir frostavetri í kjaramálum bregðist stjórnvöld ekki við Það skellur á frostavetur í kjaramálum ef stjórnvöld bregðast ekki við kröfum um róttækar kerfisbreytingar, að sögn formanns verkalýðsfélags Akraness. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á ósætti á vinnumarkaði og þurfi að koma með nýjar lausnir. 29. júlí 2018 19:00
Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00