Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 09:00 Birkir Már Sævarsson er alltaf klár í slaginn. vísir/arnar Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsiðsins í fótbolta, bjóst ekkert endilega við því að vera hluti af liðinu á þessum tímapunkti þar sem að hann tók þá ákvörðun að fara heim til Vals að spila í Pepsi-deildinni á síðasta ári. En, eins og alltaf er hann mættur og er enginn sem ógnar þessum frábæra og trausta bakverði í stöðu hans. Hann er einna öruggastur um sitt sæti þegar að Erik Hamrén velur sitt fyrsta byrjunarlið fyrir leikinn á móti Sviss á laugardaginn. „Ég er alltaf valinn þannig að ég mæti,“ segir Birkir hress og kátur en viðurkennir að það kemur honum svolítið á óvart að vera enn í bláu æfingatreyjunni að undirbúa sig fyrir landsleik. „Þegar að ég fór heim síðasta vetur hugsaði ég að ég myndi kannski fá að klára HM og svo yrði þessu slaufað. Það hefði verið allt í lagi því að ég bjóst svo sem við því. En, það eru enn þá not fyrir mig,“ segir hann.Birkir Már hélt að hann væri búinn að kveðja eftir HM en svo er ekki.vísir/vilhelmTil í vængbakvörðinn Náfrændi Birkis er fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem ver mark Breiðabliks í Pepsi-deildinni. Gunnleifur hefur lengi verið með sinn eigin markvarðaskóla og kannski þarf Birkir að gera eitthvað svipað til að finna arftaka sinn. „Ég kannski geri eins og Gulli frændi og stofna skóla fyrir mína stöðu. En í alvöru eru fullt af mönnum sem eru á leiðinni upp. Það eru bakverðir í unglingalandsliðunum og það er bara spurning fyrir þá um að taka skrefið. Það þarf oft ekkert svo mikið til. Þetta er oft spurning um heppni og rétt val á félagsliði. Það gæti allt í einu einhver bakvörður dottið inn og við þurfum bara að vona að það gerist. Þangað til mæti ég á meðan einhver vill hafa mig,“ segir Birkir. Valsarinn eldfljóti segir vissulega mun á því að æfa með Val og íslenska landsliðinu þó svo að æfingar Valsmanna séu frægar fyrir að vera hraðar og harðar. „Það er hærra tempó á landsliðsæfingunum og leikmennirnir eru betri, það segir sig sjálft. Maður þarf að færa sig upp á það tempó þó að maður reyni að vera þannig allan tímann. Maður þarf alltaf að vera betri með landsliðinu. Viðbrigðin eru ekki mikil en alltaf eitthvað smá,“ segir Birkir en hvernig líst honum á hugmynd Erik Hamrén um að spila með vængbakverði. Það myndi þýða enn meiri hlaup. „Það er allt í lagi. Ef það er eitthvað sem ég get þá er það að hlaupa. Það er ekki eitthvað sem að hræðir mig. Mig hefur alltaf langað til að spila þessa vængbakvarðastöðu. Hún hefur alltaf heillað mig. Ef það dúkkar upp er ég til í að prófa það,“ segir Birkir Már Sævarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðni Bergs: Erfitt að viðhalda þessum árangri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í Schrun í Austurríki í síðasta skipti í dag. Liðið hélt til St. Gallen eftir æfinguna þar sem liðið mætir Sviss á laugardag. 6. september 2018 22:00 Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum. 7. september 2018 06:00 Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. 6. september 2018 20:30 Arnór Ingvi um styrkleika Sviss og Belgíu: Skemmtilegra fyrir vikið þegar við vinnum Ísland hefur leik í Þjóðadeild UEFA eftir tvo daga. Arnór Ingvi Traustason segir það verði skemmtilegra að fagna sigri þegar liðið vinnur þessa sterku andstæðinga sem fram undan eru. 6. september 2018 17:29 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsiðsins í fótbolta, bjóst ekkert endilega við því að vera hluti af liðinu á þessum tímapunkti þar sem að hann tók þá ákvörðun að fara heim til Vals að spila í Pepsi-deildinni á síðasta ári. En, eins og alltaf er hann mættur og er enginn sem ógnar þessum frábæra og trausta bakverði í stöðu hans. Hann er einna öruggastur um sitt sæti þegar að Erik Hamrén velur sitt fyrsta byrjunarlið fyrir leikinn á móti Sviss á laugardaginn. „Ég er alltaf valinn þannig að ég mæti,“ segir Birkir hress og kátur en viðurkennir að það kemur honum svolítið á óvart að vera enn í bláu æfingatreyjunni að undirbúa sig fyrir landsleik. „Þegar að ég fór heim síðasta vetur hugsaði ég að ég myndi kannski fá að klára HM og svo yrði þessu slaufað. Það hefði verið allt í lagi því að ég bjóst svo sem við því. En, það eru enn þá not fyrir mig,“ segir hann.Birkir Már hélt að hann væri búinn að kveðja eftir HM en svo er ekki.vísir/vilhelmTil í vængbakvörðinn Náfrændi Birkis er fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem ver mark Breiðabliks í Pepsi-deildinni. Gunnleifur hefur lengi verið með sinn eigin markvarðaskóla og kannski þarf Birkir að gera eitthvað svipað til að finna arftaka sinn. „Ég kannski geri eins og Gulli frændi og stofna skóla fyrir mína stöðu. En í alvöru eru fullt af mönnum sem eru á leiðinni upp. Það eru bakverðir í unglingalandsliðunum og það er bara spurning fyrir þá um að taka skrefið. Það þarf oft ekkert svo mikið til. Þetta er oft spurning um heppni og rétt val á félagsliði. Það gæti allt í einu einhver bakvörður dottið inn og við þurfum bara að vona að það gerist. Þangað til mæti ég á meðan einhver vill hafa mig,“ segir Birkir. Valsarinn eldfljóti segir vissulega mun á því að æfa með Val og íslenska landsliðinu þó svo að æfingar Valsmanna séu frægar fyrir að vera hraðar og harðar. „Það er hærra tempó á landsliðsæfingunum og leikmennirnir eru betri, það segir sig sjálft. Maður þarf að færa sig upp á það tempó þó að maður reyni að vera þannig allan tímann. Maður þarf alltaf að vera betri með landsliðinu. Viðbrigðin eru ekki mikil en alltaf eitthvað smá,“ segir Birkir en hvernig líst honum á hugmynd Erik Hamrén um að spila með vængbakverði. Það myndi þýða enn meiri hlaup. „Það er allt í lagi. Ef það er eitthvað sem ég get þá er það að hlaupa. Það er ekki eitthvað sem að hræðir mig. Mig hefur alltaf langað til að spila þessa vængbakvarðastöðu. Hún hefur alltaf heillað mig. Ef það dúkkar upp er ég til í að prófa það,“ segir Birkir Már Sævarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðni Bergs: Erfitt að viðhalda þessum árangri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í Schrun í Austurríki í síðasta skipti í dag. Liðið hélt til St. Gallen eftir æfinguna þar sem liðið mætir Sviss á laugardag. 6. september 2018 22:00 Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum. 7. september 2018 06:00 Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. 6. september 2018 20:30 Arnór Ingvi um styrkleika Sviss og Belgíu: Skemmtilegra fyrir vikið þegar við vinnum Ísland hefur leik í Þjóðadeild UEFA eftir tvo daga. Arnór Ingvi Traustason segir það verði skemmtilegra að fagna sigri þegar liðið vinnur þessa sterku andstæðinga sem fram undan eru. 6. september 2018 17:29 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Guðni Bergs: Erfitt að viðhalda þessum árangri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í Schrun í Austurríki í síðasta skipti í dag. Liðið hélt til St. Gallen eftir æfinguna þar sem liðið mætir Sviss á laugardag. 6. september 2018 22:00
Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum. 7. september 2018 06:00
Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. 6. september 2018 20:30
Arnór Ingvi um styrkleika Sviss og Belgíu: Skemmtilegra fyrir vikið þegar við vinnum Ísland hefur leik í Þjóðadeild UEFA eftir tvo daga. Arnór Ingvi Traustason segir það verði skemmtilegra að fagna sigri þegar liðið vinnur þessa sterku andstæðinga sem fram undan eru. 6. september 2018 17:29