Samræmdu prófin lögð fyrir aftur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2018 08:52 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, ákvað að öllum nemendum yrði gefinn kostur á að taka profin að nýju. Vísir/ernir Samræmd könnunarpróf í íslensku og ensku verða lögð fyrir nemendur 10. bekkjar í tíu grunnskólum 10. til 14. september. Er verið að leggja prófin fyrir nemendur öðru sinni en þeir þreyttu þau fyrst á síðasta skólaári og þá í 9. bekk. Prófin eru lögð fyrir aftur þar sem aðeins um helmingi nemenda tókst að ljúka prófunum vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í rafrænu prófakerfi. „Í kjölfarið ákvað menntamálaráðherra að öllum nemendum yrði gefinn kostur á að taka prófin að nýju og að stjórnendur í hverjum skóla tækju ákvörðun um hvort prófin yrðu lögð fyrir sl. vor eða nú í haust. Í 130 skólum var ákveðið að leggja þau fyrir að vori og gekk framkvæmd prófanna hnökralaust fyrir sig. Í næstu viku mun endurfyrirlögn prófanna fara fram í þeim tíu skólum sem ákváðu að fresta fyrirlögn fram á haustið,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar. Þar kemur jafnframt fram að vinnulag við undirbúning og framkvæmd prófanna taki mið af niðurstöðum óháðra úttekta sem gerðar voru að loknum prófunum í mars. Þá er vakin sérstök athygli á því að framhaldsskólar óska ekki eftir niðurstöðum samræmdra könnunarprófa þegar umsóknir um framhaldsskólavist eru metnar, enda sé prófunum ekki ætlað að veita heildarmat á námsstöðu einstaklings við lok skyldunáms. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf Fimm vinkonur í Vatnsendaskóla senda Menntamálastofnun tóninn og finnst nemendum sýnd óvirðing með framkvæmd samræmdra prófa. Þær fórnuðu öllum íþróttaæfingum og tónlist fyrir prófaundirbúning sem er að engu orðinn. 10. mars 2018 09:00 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Samræmd könnunarpróf í íslensku og ensku verða lögð fyrir nemendur 10. bekkjar í tíu grunnskólum 10. til 14. september. Er verið að leggja prófin fyrir nemendur öðru sinni en þeir þreyttu þau fyrst á síðasta skólaári og þá í 9. bekk. Prófin eru lögð fyrir aftur þar sem aðeins um helmingi nemenda tókst að ljúka prófunum vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í rafrænu prófakerfi. „Í kjölfarið ákvað menntamálaráðherra að öllum nemendum yrði gefinn kostur á að taka prófin að nýju og að stjórnendur í hverjum skóla tækju ákvörðun um hvort prófin yrðu lögð fyrir sl. vor eða nú í haust. Í 130 skólum var ákveðið að leggja þau fyrir að vori og gekk framkvæmd prófanna hnökralaust fyrir sig. Í næstu viku mun endurfyrirlögn prófanna fara fram í þeim tíu skólum sem ákváðu að fresta fyrirlögn fram á haustið,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar. Þar kemur jafnframt fram að vinnulag við undirbúning og framkvæmd prófanna taki mið af niðurstöðum óháðra úttekta sem gerðar voru að loknum prófunum í mars. Þá er vakin sérstök athygli á því að framhaldsskólar óska ekki eftir niðurstöðum samræmdra könnunarprófa þegar umsóknir um framhaldsskólavist eru metnar, enda sé prófunum ekki ætlað að veita heildarmat á námsstöðu einstaklings við lok skyldunáms.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf Fimm vinkonur í Vatnsendaskóla senda Menntamálastofnun tóninn og finnst nemendum sýnd óvirðing með framkvæmd samræmdra prófa. Þær fórnuðu öllum íþróttaæfingum og tónlist fyrir prófaundirbúning sem er að engu orðinn. 10. mars 2018 09:00 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf Fimm vinkonur í Vatnsendaskóla senda Menntamálastofnun tóninn og finnst nemendum sýnd óvirðing með framkvæmd samræmdra prófa. Þær fórnuðu öllum íþróttaæfingum og tónlist fyrir prófaundirbúning sem er að engu orðinn. 10. mars 2018 09:00
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22