Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska 21 árs landsliðinu í leik á móti Sviss í úrslitakeppni EM U21 í Danmörku sumarið 2011. Sviss vann leikinn 2-0. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira