Nash, Kidd, Hill og Allen orðnir meðlimir frægðarhallarinnar Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 8. september 2018 11:30 Ray Allen var meðal þeirra sem teknir voru inn í frægðarhöll NBA deildarinnar í gærkvöldi Vísir/Getty Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira