Fjarlægðu atriði úr Predator vegna leikara sem hafði gengist við broti gegn barni Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2018 20:24 Olivia Munn í Predator. 20th Century Fox Leikkonan Olivia Munn er óhress með viðbrögð kvikmyndaversins Twentieth Century Fox eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni með að þurfa að leika á móti manni, sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot gegn barni, í myndinni Predator sem er væntanleg í kvikmyndahús. Kvikmyndaverið hefur viðurkennt að hafa klippt senuna út þar sem Oliva Munn lék á móti manninum. Leikkonan gagnrýnir í dag hvað það tók kvikmyndaverið langan tíma að bregðast við kvörtunum hennar. Leikstjóri Predator, Shane Black, ákvað að ráða vin sinn Steven Wilder Striegel í lítið hlutverk í myndina. Striegel lék skokkara sem reynir við persónu Munn í myndinni. Þegar Munn komst að því í sumar að Striegel hefði gengist við broti og setið inni lét hún kvikmyndaverið vita sem ákvað á endanum að klippa alla senuna úr myndinni. Munn segir í dag að hún vildi óska að kvikmyndaverið hefði brugðist betur við kvörtun hennar og segist hafa mætt þögn stjórnenda þegar hún kom henni á framfæri. „Það var algjör þögn í tvo daga eftir að ég hafði hringt í þá,“ segir Munn í viðtali við Variety. „Ég þurfti að hringja aftur og segja þeim að mér liði ekki vel með að eiga að kynna MTV verðlaunin með Keegan Michael Key (sem einnig leikur í myndinni) nema að búið væri að klippa gaurinn úr myndinni.“Shane Black hefur beðist afsökunar á því að hafa ráðið vin sinn og segir tilraunir sínar til að hafa reyna að rétta honum hjálparhönd hafa borið vitni um slæma dómgreind. „Ég trúi á að fólk eigi að fá annað tækifæri – en svo kemst maður að því að sumir eiga það kannski ekki jafn mikið skilið og maður hafði vonað.“Predator verður frumsýnd hér á landi 14. september. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikkonan Olivia Munn er óhress með viðbrögð kvikmyndaversins Twentieth Century Fox eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni með að þurfa að leika á móti manni, sem gerst hefur sekur um kynferðisbrot gegn barni, í myndinni Predator sem er væntanleg í kvikmyndahús. Kvikmyndaverið hefur viðurkennt að hafa klippt senuna út þar sem Oliva Munn lék á móti manninum. Leikkonan gagnrýnir í dag hvað það tók kvikmyndaverið langan tíma að bregðast við kvörtunum hennar. Leikstjóri Predator, Shane Black, ákvað að ráða vin sinn Steven Wilder Striegel í lítið hlutverk í myndina. Striegel lék skokkara sem reynir við persónu Munn í myndinni. Þegar Munn komst að því í sumar að Striegel hefði gengist við broti og setið inni lét hún kvikmyndaverið vita sem ákvað á endanum að klippa alla senuna úr myndinni. Munn segir í dag að hún vildi óska að kvikmyndaverið hefði brugðist betur við kvörtun hennar og segist hafa mætt þögn stjórnenda þegar hún kom henni á framfæri. „Það var algjör þögn í tvo daga eftir að ég hafði hringt í þá,“ segir Munn í viðtali við Variety. „Ég þurfti að hringja aftur og segja þeim að mér liði ekki vel með að eiga að kynna MTV verðlaunin með Keegan Michael Key (sem einnig leikur í myndinni) nema að búið væri að klippa gaurinn úr myndinni.“Shane Black hefur beðist afsökunar á því að hafa ráðið vin sinn og segir tilraunir sínar til að hafa reyna að rétta honum hjálparhönd hafa borið vitni um slæma dómgreind. „Ég trúi á að fólk eigi að fá annað tækifæri – en svo kemst maður að því að sumir eiga það kannski ekki jafn mikið skilið og maður hafði vonað.“Predator verður frumsýnd hér á landi 14. september.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein