„Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna“ Sylvía Hall skrifar 9. september 2018 13:08 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
„Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent